Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Blaðsíða 199
195
A. Bö&rarsson: Eg vil að eins meö fáum oröum svara J»ví,
sem liinn liáttvirti 1. kom'mgkjörni þíngmaður nj'lega bar fram
gegn uppástúngu minni áðan, þar sem eg stakk upp á, aö
kosníngar gætu nokkuð trjTggzt með þvi, að kosið væri um
aptur, ef einliver í kjördæminu fengi ekki helmíng atkvæða.
Eg get ekki, eins og liann sagöi, söð nein óvinnanleg tormerki
á þessari aðferð, eða hún sé svo tafsöm, að hún sé óhafandi,
ef menn annars fallast á, að hún trj’ggi kosníngar. Mérfinnst
fiessi aðferð einmitt eiga betur við i kjörþingi, þar sem ei er
nema um þessa einu kosningu að gjöra, lieldur en hér á
þíngi eða alftíngi, hvar svo opt verður að kjósa hér eptir. Mein-
íng min með þessari uppástúngu var sú, að rejna til, að kom-
ast saiinleikanum sem næst. Svo hélt eg lika, að þetta mundi
fremur hvetja menn til, að leggja sig fram, og bera sig sam-
an um, hvern kjósa skuli, jiegar menn fyrir fram vissu, að
ekki stoðaði, að nefna svona einhvern út i bláinn, án þess ftað
væri hundið við atkvæði annara með. Hafi fiessi aðferð, aö
einn fengi meir en lielmíng atkvæða, verið álitin hentug hér á
jþíngi, mundi lu'm f)á ekki vera það, þegar kjósa skal tilvanda-
sams alþíngis? Og sé þessi aðferð ekki við höfð, geta atkvæði orð-
ið á þeim strjálingi, að sá verði alþingismaður, sem ekki fær
meir en iV atkvæða. Nú vil eg ræða fátt eitt um það, sem tal-
að hefur verið um, að annaðhvort konúngur eða alþíngi velji
vissa tölu manna á næsta þing, til þess þingið fengi lögfróða
menn. Mér finnst hvorugs þessa þurfa með, heldur kjósi þjóð-
in lika þessa sjálf. Eg vil nú ekki tala um, hversu ófrjáls-
légt og isjárvert mér fannst það, sem hinn 1. konúngkjörni
þíngmaður stakk upp á, að 3 ráðlierrar, landsjfirréttardómend-
urnir, o. s. frv., væru fastir meðlimir þingsins; því ef þeir eiga
að silja í þínginu upp á lifstiö, þá finnst mér næstum eins mik-
il ástæða fyrir þvi, að allir fiíngmenn væru kosnir upp á lifs-
tið; en sú hugmýnd finnst mér vera töluvert utan við þessara
timaanda, þar sem flestir vilja, að kosningar séu sem óbundnast-
ar, hæði í tilliti til þeirra, sem eiga að kjósa, og eins til liinna,
sem kjósast mega, og heyrir þar til, liversulengi aðliverþing-
maður skuli sitja á þingi, þángað til valið er um optur.
Forseti: Með því umræðunum virðist núvera lokið í þetta
sinn, þá vil eg samkvæmt þíngsköþúnum skjóta því til f)íngs-
ins, livort málefniö skuli lengra gánga eða ekki.
13*