Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Síða 285
281
að íostu kaupmönnunum og verzlunarstöðum |>essum fremur
en því, að til taka einasta 6 kauptún, sem allir eiga fyrst að
koma inn á. Sé stjórnarfrumvarpinu fylgt, þá sé eg ekki, til
livers það miðar, annars en þess, að gjöra verzlunareinokið enn
meira særandi einokunarverzlun; því þá sjá menn blessunina til
sín komna, en bann fyrir, að mega nota sér hana, nema aptur
einokaða af kaupmönnum. Menn verða að gæta sín í þessu
máli. Meim verða að varast, í því menn eru að búa til króa,
að fara svo að ráði sínu, að hann drepist þá strax í fæðíng-
unni. Eg hef ekki lieyrt, að danskir kaupmenn hér kvarti
yfir [>ví, að borga 2 dala lestagjaldið, en [>eir segja einúngis
[>etta, að [>eir ekki geti [>olað, að utanríkismenn hafi jafnrétti
við sig. Eg verð því, að öllu [>essu yfirveguðu, að fylgja helzt
nefndarálitinu, ef mitt breytíngaratkvæði skyldi falla; vildi eg
[>ví helzt óska, að forseti bæri upp 33. breytíngaratkvæði á und-
an minu, svo eg sjái meiníngu þíngmanna um nefndarálitið í
þessari grein.
Forseti: 3>að getur ekki orðið.
K. Kristjánsson: Eg lief ekkert á móti ræðu þíngmanns-
ins frá Barðastrandarsýslu að öðru leyti en [>ví, að hún er öll
frá skökku sjónariniði. Hér er verið að gjöra mun á íostum og
lausuin kaupmönnum, og menn verða að skoða alla, hvort sein
[>eir eru Danir eða utanríkismenn; [>ví svo er guði fyrir [>akk-
andi, að liér eru fleiri kaupmenn en danskir einir.
Ilalld. Jónsson: Annmarki sá, sem tekinn var fram við
28. breytíngaratkvæði, á ekki fremur við [>að, en við fruin-
varpið sjálft.
p. Sveinbjömsson: Menn liafa nú talað margt og mikið
uin [>etta mál, svo [>að er að bera i bakkafullan lækinn, að bæta
[>ar nokkru við; samt verð eg einnig að segja mina meiningu
[>ar um. Framsögumaðurinn liefur gjört sér mikið far um, að
sýna fram ásanngirni nefndarálitsins í [>vi, að gjöra öllum jafnhátt
umlir liöfði, og kallar [>að að skoða málið „frá íslenzku sjón-
armiði", en eg held, að meining nefndarálitsins sé lángt
frá réttu íslenzku sjónarmiði. Eptir minum skilníngi er [>að eina
sanngirni og jöfnuður, að fara svo með aðra, sem [>eir fara með
oss, að [>eir, sem taka af oss háa tolla, gjaldi oss hærri
tolla sjálfir, en aðrir [>eir, sem taka af oss [>vi nær enga tolla,
°S það er mín meiníng, að stjórnarfrumvarpið stefni í þessu
ialli rétta leið; því þar er gjörð sú vilnun við hina útlendu