Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Qupperneq 204
200
mönmim, sem fruinvarpið einkuin virðist að lilynna að, sé nein
liætta búin af því, þó hin eina rétta grundvallarregla í þessu
efni væri nú þegar lögleidd, nefnilega sú, að utanrikismenn
fái jafnrétti með innanríkismönnum.
Jafnvel þó nú uppástúngur frumvarpsins um breytíngu á
hinni islenzku verzlun séu miðaðar við hin ehlri lög, var í»ví
samt hreift i nefndinni, livort grundvallarregla frumvarpsins uin
tollmuninn mundi ekki geta staðizt til bráðabyrgða, ef frum-
varpinu væri að öðru leyti komið í það horf, að það komi ekki
alveg í bága við rétta skoðun á Iiögum landsins, t. a. m. að
J>au bönd séu af máð, sem lögð eru á verzlun utanrikismanna
í 3. greininni þvert á móti tilsk. 11. sept. 1816, er leyfir þeim
að verzla á hverju kauptúni í 4 vikur með alls konar vöru.
En þar eð allir nefndarmenn verða þó að viðurkenna, að hin
skoðunin, sem byggð er á almennum grundvallarásta:ðum, sé
réttari í sjálfu sér, þá kom þeim saman um, að tiltækilegast
mundi, að lögleiða almennt verzlunarfrelsi nú þegar með jafn-
rétti fyrir allar þjóðir.
Verður þá nauðsynlegt, að af niá lestagjald það, er nú á
að greiða af skipum þeim, er ílytja íslenzkar vörur til útlanda,
14mörk af liverju lestarrúmi, enda er gjald þetta í sjálfu sér
mjög illa til fallið, og lendir helzt á þeirri vöru, er minnst þol-
ir þess konar álögu, vegna þess hún tekur svo mikið rúm
upp, nefnilega fiskinum. $ar á móti virðist ekkert geta verið
því til fyrirstöðu, að leggja dálitið lestagjald á öll kaupför,
innan- og utan- ríkis, og þykir þá viðkunnanlegast, að láta
leiðarbréfagjald það, sem nú er, vera þar í fólgið, en af iná það
sem sérstakt gjald. jiegar alls þessa er gætt, virðist hæfilegt,
að gjald þetta sé ákveðið til 2 rbdd. af liverju lestarrúmi, og
greiðist það við móttöku leiðarbréfsins, án neinnar frekari borg-
unar fyrir bréfið sjálft.
í ástæðum frumvarpsins er það enn fremur tekið fram, að
menn verði að leitast við, að svo miklu leyti sem verður, að
að greina ákvarðanirnar um fiskiveiðar, vöruflutninga, og verzl-
unina sjálfa. Að visu getur þetta þrennt verið 3 aðgreindir
atvinnuvegir, en á meðan þeir eru allir i barndómi, ognú á að
fara að létta af verzluninni oki því, er um lángan aldur hefur
á benni legið, þá virðist það mjög ísjárvert, að leggja strax
aptur bönd á liina atvinnuvegina, nema nauðsyn bcri til, og
menn séu sannfærðir um, að þar af fljóti einhver nytsemi; en