Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Side 442
438
hann sannað, að árstekjur lians haíi afdráttarlaust numift
1200 rbdcl. Landþíngismennirnir skulu Iiafa verið heimilisfastir á
íslandi hið síðasta ár fyrir kosninguna. En á meðan ekki verða
eptir reglu þessari svo margir kjörgengir menn á íslandi, aö
það verði að minnstakosti 1 af hverjuin 1000 innhúum landsins, þá
skal tiltölu þessari náð með því, að hæta þeim við, sem næstir
liinum gjalda hæstan skatt, eptir reglum þeim, sem hér á eptir
til greinir.
Kjörgent/ isskrár.
43. gr.
Landþíngiskosníngar skulu fram fara eptir skrá, sem sam-
in skal á ári hverju yfir þá, sem kjörgengir eru. Til undirstöðu
fyrir lienni skal kjörstjórnin í hverjum hrepp (í Reykjavik
hæjarstjórnin) fá sýslumönnunum í hendur, en þeir aptur senda
stiptamtmanninuni yfir Islandi, skýrslu yfir þá, sem í hreppn-
um (eða kaupstaðnum) eiga heimili og að öðru leyti eru kjör-
gengir til landþíngsins, og hafa á hinu síðasta ári —en þaö
skal teljast frá 1. janúar til 31. desember — annaðhvort sann-
að, að fastar árstekjur þeirra hafi numið 1200 rbdd., eða gold-
ið beinlinis til landstjórnarinnar eða sveita- eða bæjar-stjórnar-
innar hina hæstu skatta, eptir upphæð þeirri, sem ákveöin skal
af stiptamtmanni á ári hverju; skal skýrsla þessi vera komin
til stiptamtmanns fyrir 15. april. Enginnmá skorast undan, að
veita kjörstjórninni skírteini þau, sem þurfa kunna, til þess að
skýrslan verði rétt samin.
44. gr.
Við ákvörðun skattaupjihæðarinnar skal, auk nafnhótaskatts,
tilgreina taka eigi að eins konúngs-og fátækra- tíund, skattinn,
gjaftollinn og löginannstollinn, heldur einnig auka-útsvar til l'á-
tækra, sem jafnað er niður í hreppurium, gjöld til vegabóta og
ferja, til þínghúsa-hyggínga og viöurhalds þeirra, gjölrt til jafn-
aðarsjóðs amtsins, alþíngiskostnað og íl., hvort heldur gjöld þessi
eru greitlrt í peníngum eða með lanrtaurum; svo má einnig leggja
saman gjöld þau, sem menn kynnu að greiða í íleiri hreppum
en einum.
45. gr.
Að því er tekjurnar snertir, þá skal kjörstjórnin í hverjum