Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Qupperneq 193
189
vissi lika til þess, aft þegar fyrst var kosift til alþíngis, þa var
þaft löggjofinni að kenna, en ekki kjósendunum, að embættis-
menn náðu þar ekki setu, fremur en kunnugt er orðið. Jví lief-
ur reymlar verið lireift i timariti nokkru, að svo líti út, sem
embættismennirnir væru farnir að missa álit alþýðunnar, en eg
veit ei betur, en þetta sé ástæðulítill liugarburður; þvi að reynsl-
an er lionum ósamhljóða, eins og líka betur fer.
H. G. Thordersen : Eg vil, eins og þíngmaöur Borgfirð-
inga, treysta löndum minum um kosningar menntaðra manna,
og ekki gruna þá um neitt Óhreinlyndi í því tilliti. En eg
verð að játa, að kjörstofninn sýnist mér ekki vera hæfilegur
til undirstöðu fyrir kosningárnar; því þó að i öðrum löndum efni
og hyggindi séu opt sameinuð, þá er öðru máli að gegna hér,
livar það yfir liöfuð má álitast almennara, að hinn menntaði sé
fátækari, en sá, sem ekki hefur þurft að kosta neinu sér til
menntunar. Eg álít illa farið, ef menn ekki geta séð svo fyr-
ir i lögum, að liyggnir og menntaðir menn verði kosnir, eink-
um ef svo skyldi fara, að þínginu yrði veitt löggjafarvald. 3>að
er ekki án hryggöar, að eg minnist á, að svo kynni undir að
bera, að enginn á þínginu skildi lög, er lög skyldi gefa.
Eg ítreka það, sem einn þingmanna liefur einhvern tíma áður
sagt hér á þíngi, að næst guðsorði væru' lög lielgust af öllu í
mannlegu félagi. Eg álít því mjög svo áriðandi, að tryggja
um það, aö menntaðir menn verði valdir til þingsins; því það
mun verða til vegs fyrir alda og óborna. Jað getur verið, að
á þinginu sitji margir skynsamir menn, sem geti dæmt um
marga hluti, eg vil taka til sveitarmálefni eður slíkt, en samt
ekki um lög, og því vil eg láta lögfróða menn sitja hér líka.
Eg er því á likri stefnu, og hinn fyrsti konúngkjörni þingmað-
ur, hvort sem menn vilja, að viss embættisstaða gefi rétt til setu
á alþingi, eður menn sjá einhvern annan veg til, að búa svo
um, að þar bresti ekki þekkíngu á lögum og stjórnarfræði, en
liinsvegar vil eg láta ósagt, hvort hér afleiði, að þínginu verði
skipt. í yfirhús Og undirhús. Jiaft, sem mér liggur mest á huga,
er, að útvega sem mest líkindi til þess, að upplýstir og liyggn-
ir menn nái setu á þingi voru.
Á. Einarsson: Mér þykir vænt um, að ástæður þær, er nú
liafa verift færðar fram með tvöfoldu kosníngunum, hafa ekki
enn þá rutt sér til rúms á þessu þíngi, svo að eg þarf ekki
aÖ taka til máls á móti þeim. Eg þarf ckki heldur að benda til