Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Side 40
þíngmaðúr, som seinast talaíii, minntist «í, J>á er það að vísu
satt, að það er sárt, að geta ekki fylgt liki ættíngja sins|til
grafar, en það á lier við, eins og annarstaðar, að nauðsyn brýt-
ur lög. Reýkjavíkurbúar liljóta í þessu að vera undir sömu
lögum og aðrir þingmenn, sem annarstaðar eiga heiina; því
þeir mundu ekki geta fullnægt þess konar skyldum, og fyrir
oss er það ekki meiri nauðsyn.
Varaforseti: Eg er samþykkur því, að Reykjavíkurþíng-
menn búi ser ekki til aðrar reglur. En einmitt af því, að þeir
eru svo fáir, getur slíkt ekki að borið nema fyrir einstökum,
og ættu þá ekki lögin að tálma þeim frá, að fullnægja svo há-
leitri skyldu.
H. Slephensen: Viðvikjandi þvi, sem hinn fyrri fulltrúi
Reykvíkinga mælti nú, ímynda eg mér, að það sé hægt fyrir
Kcykjavíkurbúa, að gegna bvorutveggja; því þingsetan varar
ekki allan daginn, og mætti þá vist haga svo til, að jarðarfor-
in kæmi ekki í bága við þíngið. Vér, sem erum lengra að,
erum neyddir til að sitja kyrrir, þó slikt bæri oss að höndum.
Sé eg því ekki annað ráðlegt, en að binda forföllin við sjúk-
dóma.
hreppst. Sif/urðsson: 5>ess vildi eg óska, að forföllin
væru til tekin.
G. Einarsson: Eg ímynda mér, að þessi misskilningur
hverfi allur, ef við enda greinarinnar er bætt: „en hver þing-
manna, sem ekki mætir á fundum, án þess hann sanni foríoll
sín, er þíngið álítur lögleg og gild, liann missir daglaun sín
i það skipti".
G. Brandsson: Eg held það mætti bæta við einni grein,
livar öll forfcillin væru til tekin til enn frekari útskýringar,
t. a. m. sjúkdómar, timaleysi vegna þinganna, heimiliskríng-
umstæður, fyrirvinnumissir, o. s. frv.
Jak. Guðmundsson: Eg verð fastlega að mæla á móti
því, að farið sé að telja upp einstök tilfelli, því þau geta ver-
ið óteljandi. Eg fellst fullkomlega á það, sem í greininni
stendur, að þingmenn skýri forseta frá forfollum símnn, og
forseti aptur þínginu, og þíngið skeri svo úr forföllum. Eg
get ímjmdað mér mörg önnur tilfelli en þau, sem á hefur verið
minnzt, sem upp á gætu komið fyrir þeini, sem búa í eða i
grennd við Reykjavík, og sem þíngið mundi taka til greina.
Eg tek til dæmis, að biskupsfrúin legðist veik, og gjöri eg