Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Page 114
110
Kandíd. Jún Sigurðsson: Eg held {>að þó réttast, að setja
ekki hlutfallsnefndir, fyr en búið er að samþykkja frumvarpið
til {nngskapanna; því það lítur ekki vel út, að fyrsta ályktun
þíngsins, eptir að þíngsköpin eru samþykkt, verði sú, að breyta
á móti þeim.
Forseti: Eg held, að þíngið fari ekki út fyrir frumvarp-
ið fyrir það, þó að þingmenn leyfi ser að taka þá reglu fyrir
sig fram, sem er búið að ræða og samþykkja, þó ekki sé búið
að leita atkvæðis seinast um frumvarpið allt í einu:
Jak. Guðmundsson: Eins og vér vitum, hefur þíngið áður
flýtt töluvert fyrir sér með heimuglegum starfa, og ímynda eg
mér, að á líkan hátt gæti það einnig nú gjört það, með því að
taka sig saman utanþíngs í hlutfallsnefndir, en láta ekki bóka
þær að svo komnu. Eg vona, að þíngið gefi þessari uppástúngu
minni gaum, þvi heldur sein það hefur áður í reyndinni játað,
að þetta væri á móti réttu formi, að velja embættismenn, áður
en þíngsköpunum er lokið.
P. Petursson: Eg held, að hér sé nokkuð öðru máli að
gegna; því liinar einstöku greinir frumvarpsis eru'nú þegar sam-
þykktar, þó ekki sé búið að samþykkja frumvarpið sjálft. 5að
er án efa vilji allra þingmanna, að flýta fyrir þíngstörfunum það
sem verður, og eg get ekki séð, að nokkur þingregla sé brot-
in, þó að hlutfallsnefndir séu nú valdar undir eins.
Forseti lét síðan gáiiga til atkvæða um það, hvort setja
ætti hlutfallsnefndir þá þegar eða ekki, og var hið fyrra sam-
þykkt með 38 atkvæðum gegn 4.
3>ar næst var þingmönnum skipað í þrjár deildir eptir lilut-
falli i, og urðu þessir í 1. deild : 12. Jens Sigurðsson.
1. S. Hallgrimsson. 13. Ilalld. Jónsson.
2. 3. Á. Böðvarsson. Jak. Guðmunds*son. 14. J. hreppst. Sigurðsson. í 2. deild:
4. St. Jónsson. 1. M. Austmann.
5. G. Brandsson. 2. H. Stephensen.
6. Á. Einarsson. 3. L. Johnsen.
7. P. Pétursson. 4. G. Vigfússon.
8. B. Jónsson. 5. M. Gíslason.
9. G. Magnússon. 6. S. Gunnarsson.
10. J. hreppst. Jónsson. 7. H. G. Thordersen.
11. S. Níelsson. 8. P. Sigurðsson.