Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Blaðsíða 132
128
og vöruflutníngana, til þess aft sýna þann mun, sem mér finnst
þar vera gjörður á frelsi verzlunarmanna. Jað er eins og andi
frumvarpsins beri það með sér, að fastakaupmenn hafi lesið
það fyrir. í 1. gr. eru allir undir sömu reglu, og er það auð-
sjáanlcga gjört til jþess, að villa mönnum sjónir, eins og jafnt
eigi yfir alla að gánga; því er sagt, að utanrikisskip megi ekki
hafa til fiskiveiða. En þrátt fyrir þessa ákvörðun liggur það
í augum uppi, að þó að föstu kaupmennirnir heföu liundrað
dönsk skip, gætu þeir haft þau öll til fiskiveiða, og þyrftu
þvi ei að leigja utanrikisskip til slíkra starfa. Er þá auðsætt,
að þeir hafa í þessu lángt um meiri rétt en hinir. Hvað vöru-
flutningunum viðvikur, þá lield eg, að það sé alveg verra en
ekki neitt, sem frumvaqiið fer fram á. Lausakaupmennirnir
mega nefnilega eptir frumvarpinu færa fastakaupmönnum vör-
ur, en ekki flytja neitt sjálfír á önnur kauptún. Slíkar á-
kvarðanir virðast mér fráleitlega ófrjálsar, og þar eð lausa-
kaupmönnum er gjört það að skyldu, að af ferma öldúngis
skip sín á einliverjum tilteknum verzlunarstað, þá liggur það
í augum uppi, að fastakaupmennirnir geta ráðið kaupunum að
vild sinni, og er það bersýnilegur hagur fyrir þá, sem enginn
mundi heldur hafa neitt á móti, ef það gæti samrýmzt með
liagsmunum landsmanna.
Forseti: Eg vona, að eg brjóti ekki á inóti 15. gr. í þing-
sköpunum, sem ekki leyfir mér, að tala um efni málsins, þó
eg bendi til þess, að ef eg hef skilið 2. þingmanninn úr Reykja-
vík rétt, þá hefur hann misskilið frumvarpið, þegar hann sagði,
að lausakaupmenn mættu ekki flytja vörur til kauptúnanna;
því til þess hafa þeir leyfi eptir eldri lögum, og því er ekki
haggað með þessu frumvarpi. En þar á móti er það víst, að
8. gr. frumvarpsins, eins og hún nú er löguð, bimlur leyfið til
vöruflutnínganna við þá kaupmenn, sem eiga fasta verzlunar-
staði á íslandi.
P. Pétursson: Jingmenn hafa nú þegar í ræðum sinum
tekið fram tvo aðalkosti frumvarpsins, og er eg því öldúngis
samdóma, 1. að frumvarpið skoði verzlunina frá sjónarmiði
landsins, og 2. að það sé landinu hollt, að koma upp vissum
kaupstöðum. Hvorttveggja þetta er að minni ætlun góð undir-
staða til þess, að verzlunin geti komizt í haganlegt horf hér
á landi. Aptur á hinn bóginn hafa menn tekið það fram, að
einstakar greinir í frumvarpinu muni ekki samsvara þessum