Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Síða 189
185
skiljanlegt, hvað komi til þess, að menn séu að troða þeini
fram einmitt núna, þegar menn vilja, afi allt verM sem frjáls-
ast, þegar þær geta þó í engu gjört kosningarnar tryggari.
P. Pétursson: jbegar verið er að tala um kosníngar til
alþingis, þá virðist mér, sem menn eigi og að hafa fyrir aug-
um hagkvæma skipun alþingis; þvi það er tilgángur kosníng-
anna, að alþingi verði skipað þcim mönnum, sem hafa bæði
frelsisanda og laungun til framfara, en um leið gætni og still-
ingu til að bera. Jegar svo er .ástatt, að löggjafarvald kemur
í hendur einlivers þíngs, og fyrir því má, ef til vill, gjöra ráð
fyrir hér, þá getur því síður verið efi á þvi, að allir skynsamir
menn muni vilja tryggja kosningarnar sem bezt, og sjá um,
að þíngið fái sem áreiðanlegast skipulag. Sleppi menn öld-
úngis skipulagi þingsins, og ætli sér einúngis að tryggja kosn-
íngarnar, þá er eg hræddur um, að þær verði aldrei tryggðar
til lilítar, Iivort heldur þær eru hafðar einfaldar eða tvöfaldar.
3>etta er ogviðurkennt i stjórnarfrumvarpinu; því að i ástæðun-
um er það tekið fram, að kosningar konúngs eigi að miða til,
að tryggja þíngið, af því að þinginu sé ehld skipt í deildir,
lieldur sé það Iiaft í einu lagi. Til þessa mun einnig kjör-
stofn sá miða, sem i frumvarpinu er ákveðinn.
Eg ber nú ekki á móti þvi, að kjörstofn þessi kann að vera
of hár, og, ef til vill, reisa of miklar skorður við kosningun-
um, og kemur það einkanlega til af þvi, að i sumum sveitum
eru jarðirnar svo lágt metnar að hundraðatali. Yfir höfuð þyk-
ir þessi kjörstofn nú vera óviss ogeiga miðurvið, afþví menn
búast við, að nýtt hundraðatal komist á jarðirnar, eptir að
jarðamatinu nú er lokið, og þeim því þykir það mjög svo ó-
víst,, livaða innhyrðis jöfnuður verði á dýrleika jarðanna, og
þeim réttindum, sem slikur kjörstofn á að veita. Jó vil eg
minna þá, sem hafa svoddan óbeit á kjörstofni yfir höfuð, á
það, að kjörstofn er ei með öllu útilokaður í kosningarlögun-
um frá 28. d. septemberm. 1849, sem menn hafa hér svo mikl-
ar mætur á; því þar er sá kjörstofn til tekinn, „að gjalda til
sveitar". Hvað kosningar konúngs áhrærir, þá ímynda eg mér,
að það sé tilgángur stjórnarinnar, að tryggja þíngið með því,
að konúngur velji sjálfur nokkra menn í það. Sjái þíngið ann-
an betri veg en þann, að konúngur kjósi, þá er egþví eimót-
fallinn, ef eg sé, að sá vegur er eins tryggjamli, og mér finnst
konúngskosníngarnar vera. Fari svo, aðmenn sleppi konúngs-