Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Page 222
218
vlð land. Fiskiveiðabanni frumvarpsins J»ótti nefndinni ekki ráð-
legt að halda frain; því hún liélt réttast vera, að löghoðið á-
kvæði að eins um verzlun, og ekki um fiskiveiðar; það
er og ísjárvert hvorttveggja, bæði að banna og leyfa J>ær nú
að sinni, og þótti nefndinni ekki þurfa að fara hér
út í það spursmál. Viðvíkjandi 5. gr., þá liefur nefnd-
in í raun réttri haldið henni, en þó þannig, að hún hefur tek-
ið greinir þær, sem til er vitnað í greininni, úr tilskipun frá
11. d. septemberm. 1816, og sett inn í lagafrumvarpið þannig
breyttar, sem frumvarpið sjálft bendir til. Jað kann nú suin-
um að þykja nokkuð efamál, hvort þetta sé veruleg umbót á
frumvarpinu, eða livort vert væri að hafa þessa aðferð, fyrst
incnn geta nú ekki fengið fullkomin verzlunarlög. Jab þykir
mér þó líklegt, að flestum muni finnast það þægilegra, að sjá
greinir þessar í löghoðinu þannig, sem þær eiga við, heldur en
að láta skírskota til gamals lagaboðs, sem i mörguin greinum
erorðið úrelt, fyrst stjórnin hefur nú ekki getað, eða liaft tima
til, að semja frumvarp til fullkominna verzlunarlaga, og nefnd-
in gat, ekki ætlað sér það. Eg vil ekki fara fleirum orðum að
þessu sinni um skoðunarmáta nefndarinnar, en eg skýt því til
liins liáttvirta forseta, hvort lmnn ætlast til, að frumvarpið
veröi rætt í greinum, eins og áður liefur verið venja.
Forseti: Jað fer bezt, að sami máti sé hafður, að menn
ræði liverja grein með breytíngaratkvæðum sinum út af fyrir
sig, og gángi svo til atkvæðagreiðslu um hana.
Konúngsfulltrúi: 3>ar eð eg er sannfærður um, sem at-
kvæðalistinn og ljóslega ber vitni um', að fundur þessi á þá
menn, sem með meiri skarpskygni líta á mál það, sem hér
ræðirum, heldur en nefndin hefur gjört, læt eg mér nægja, að
taka fram þau aðalatriði, sem eg verö að álíta raung ineð til-
liti til grundvallarins (Principet).
Nefndin hefur leitazt við, aö koma því til leiðar, að það
stjórnarfrumvarp yrði fellt, sem í þeint atriðum, sent veru-
legust eru, er byggt á uppástúngum alþíngis íslendinga. Stefna
þessi mun hafa þær afleiðíngar, að ómögulegt yrði fyrir stjórn-
ina, að koma með frumvörp, og getur því slik stefna ekki .á-
litizt öðruvísi en raung. Og livaða þýðingu geta menn lagt í
tillögur fulltrúa Islands, þegar sá næsti fundur með öllu hafn-
ar því, sem hinn síðasti fundur mælti með V
Nefndin tekur fram, að menn eigi að leitast við, að gjöra