Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Side 416
♦
En f>eir sögöu’
412
nei:
Jórður Sveinbjörnsson. Pétur Pétursson.
Ilelgi G. Thordersen. Jóröur Jónasson.
Nefndarálitið var {>á samþykkt með 38 atkvæðum gegn 4.
Forseti vakti jþá máls á þvi, mcð því nefndarálitið i stjórn-
arskipunarinálinu væri þá prentað, hve nær breytíngaratkvæðin
í því undir aðra umræöu skyklu vera til sín komin, og var á-
kveðið með samfiykki fángmanna, að það skjldi vera um há-
degisbil næsta dag, en fió mætti lengja fiann frest nokkuð
fram eptir deginum, ef til fiess yrði mælzt.
Forseti kvaðst ei geta ákveðið fund næsta dag, og sagði
siðan fundi slitið.
16. fundur, 9. d. ágústm.
Allir á fundi. Gjörðabók frá síðasta fundi lesin og sam-
þykkt.
Konúngsfulltrúi: Fundur fiessi hefur nú fiegar staðið í
5 vikur, og er nú sá dagur kominn, að störfum fundarins, ept-
ir því sem eg fiann 22. f. m. lét yður vita, átti að vera lokið.
Fundurinn hefur fengið nægan tima til, að ræða og segja álit
sitt um fiau 3 mál, sem eg, eptir skipun vors allramildasta
konúngs, lagði fyrir fundinn. 5að er f>ví harla leiðinlegt, að
fundurinn hefur ekki lokið ætlunarverki sínu, og má eingaungu
um þaö kenna aðferð fundarins. Fundurinn hefur varið óvið-
urkvæmilega laungum thna, til að búa til fiingsköp, og þaö
enda pótt fundurinn hefði fyrir sér pínys/cöp alpinyis, og
þó nú fundurinn hefði álitið þingsköp alþíngis ónóg fyrir sig,
er það samt víst, að ekki var rétt, að verja svo laungum tíma,
til að búa til öldúngis ný þíngsköp, og það því síður, sem ein-
úngis var um einn fuiul að gjöra. Fundurinn hefur þarað auki
samþykkt þau þíngsköp, sem lángt um fremur hafa tálmað að-
gjörðum hans, heldur en þíngsköp alþingis hefðu gjört.
Fundurinn hefur ekki notað þá kraptana, sem hann liefur
liaft yfir að ráða; jafnvel þó fundarmenn séu margir, hefur
fundurinn þó hartnær falið þeim söinu mönnum, að flalla um
öll þau mál, sem fyrir fundinn hafa verið lögö; þessi aðferð
hefur haft það í för með sér, sem og er eðlilegt, að þeir, sem