Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Page 496
492
Til 3. greinar.
Jað er útlistað her að framan, fyrir hverjar sakir nauðsyn
sé á, að binda kjörgengina við vissa skihnála. Nú með því
að beinlínis- skattar, eptir [»ví sem [>eim er varið á fslandi,
getaekki verið neinn hentugur mælikvarði, hefurstjórnin neyðzt
til, að halda fasteignum sem almennum skilmála fyrir kjör-
gengi, og er í [>ví tilliti haldið að mestu leyti óbreyttum regl-
um þ'eim, sem híngað til hafa verið settar fyrir kjörgengi til
alþingis, en samt þannig, að í þcirra stað geti til vara komið
skattgjald, þegar tiltala sú, sem ákveöin er á milli hinna
kjörgengu og innbúa kjördæmisins, ekki næst með öðru móti.
Svo er og einkum sú breytíng á gjörð, að liðin mega vera,
eptir [)ví sem hér er á kveðið, 6 ár frá virðíngargjörð á húsi,
þar sem á kveðið er í tilsk. 8. marz 1843, að ekki megi vera
liðin nema 2 ár frá virðíngargjörðinni, eigi hún að vera gild.
Til 4. greinar.
5ar eð ekki er heimtað, að fulltrúaefui bjóðist fram við
alþíngiskosníngar, er nauðsyn á, að semja kjörgengisskrár til
leiðbeiningar kjósendum. Að öðru leyti má um grein þessa
vísa til samsvarandi ákvarðana í „frumvarpinu til laga um
stöðu Islands í fyrirkomulagi ríkisins og um rikisþíngskosn-
íngarnar*4.
Til 5. greinar.
Jar eð það má viröast æskilegt til hægðarauka, að bæði
kosníngar til þjóðþíngsins og alþíngis og undirbúníngurinn til
hvorratveggja kosnínganna geti, að svo miklu leyti því verður
við komið, orðið allt samferða, þá eru tímabilin á kveðin með
hliðsjón til þessa. Samt verður að draga kjörgengisskrárnar
saman í eina skýrslu fyrir allt kjördæmið, og virðist þá eiga
hezt við, að fela sýslumanninum, sem yfirvaldinu í kjördæm-
inu, á hendur, að senvja skýrslu þessa, og hehlur sýslumaður
þá með því nokkru af starfa þeiin, er hann híngað til héfur
haft á hendi seni kjörstjóri. jiess ber og að gæta, að hann er
eptir stöðu sinni bezt fær um, að sjá um, að fyllt verði upp
tala hinna kjörgengu, eins og fyrir er mælt í 3. gr., þegar á
þvi þarf að halda. Svo virðist eigi heldur neitt geta verið því
til fyrirstöðu, að sýslumaður veiti móttöku athugasemdum þeim,
sem fram kunna að koina við kjörgengisskrárnar fyrir frest