Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Side 509
505
ckki annað en halds-og trausts-menn hinnar dönsku þjóðar,
eða með öðrum orðum, að eiga yfir sér þann flokk liennar, sem
í hvert sinnréði mestu, og öll málsín undir honum; enda mundi
og íslendinga skorta allar {)ær tryggíngar fyrir {)ví, að dönsku
ráðgjafarnir leystu stjórnarverk sin vel og dyggilega af hendi,
sem Danir hafa, {>ar sem þeir eiga að ábyrgjast {>au fyrir rík-
isþínginu, og ef einhverjum ráðgjafanum yrði {>að, að brjóta
lög og rétt á Islendíngum í stjórnarathöfninni, {>á ætluin vér
{>ann rétt og {>á viðréttíngu léttvæga og einskis verða, sem
fengist með {>eirri aðferíf, sem í ástæðunum er stúngið upp á
(bls. 41), að kæra málið fyrir konúnginum eptir 5. gr. í tilsk.
28. mai 1831; {>vi {>ar sem konúngur er sjálfur takmarkaður í
allri stjórn sinni eptir grundvallárlögunuin yfir höfuð, og á-
byrgðarlaus eptir grundvl. 19. gr., og engin undirskript hans
hefur fullt gildi, nema einhver ráðgjafanna undirskrifi líka (grund-
vallarl. 19. gr.), {>á ætlum vér {>að inundi opt geta að borið, að
sá væri burtu xir ráðgjafavöldum, sein verið væri að ákæra,
{>egar til ætti að taka, og inundu menn {>á liæði gripa í tómt
uin viðréttinguna, og hafa skaðann svo búinn, en {>ó mundi opt-
ar liitt bera að, að j>að stæði einmitt næst (>eim hinum sama,
sem verið væri að bera sig upp undan, að leggja úrlausn á
kærumálið. ásamt konúnginum.
5að segir sig {>ví reyndar sjálft, að eins og þetta fyrir-
komulagbæði löggjafar-og framkvæmdar- valdsins er óhafandi
einkum við oss Islendinga, eins hlýtur öll hin æðri stjórnarat-
höfn á málefnum vorum að fara fram i landinu sjálfu, eins og
fullt löggjafarvald hlýtur að vera i liöndum fulltrúaþíngsins í
landinu, ásamt ogíhömlum konúngsins; konúngur hlýtur sum-
sé að velja sér ráðgjafa, því fremur liér heldur en í hverjum
öðrum aðalhlutum konúngsveldisins, sem fjarlægð þess er
margfalt meiri frá konúnginúm sjálfum. jiessir ráðgjafar hljóta
aö ábyrgjast stjórnarverk sín bæði fyrir konúnginum og fyrir
alþíngi; þeir hljóta og að vera íslenzkir menn, bæði vegna hins
frábrugðna móðurmáls vors, sem fæstum útlendíngum mun tak-
ast að læra til lilftar, og einkuin sakir kunnugleika þess og
þekkíngar, sem slikir menn verða að liafa á ölliun frábrugðnum
og sérstaklegum högum lands vors. Hins vegar leiðir það bein-
línis bæði af þessú fyrirkomulagi stjórnarinnar Iiér á landi, og
einkuin af hinni miklu fjarlægð þess frá aðsetri konúngsins,
að Íslendíngar hljóta að eiga • erindisreJcu af sinni hendi hjá