Tíðindi frá þjóðfundi íslendinga árið 1851 - 05.07.1851, Blaðsíða 542
538
uefmlu ffodum, sem með ráðgjöfum sínum, sem þeir völtlu nð
eigin vild til lögréttusetu með sér, réðu liér fyrir lögum og lof-
um,: Eg fæ ei betur séð, en að með engu verði betur fullnægt
úrskurði Kristjáns konúngs 8. frá 20. maí 1840, en með [)ví, að
færa inn í alþíngi vort [>á sömu höfðíngjastjórnarundirstööu, sem
var í alþínffi hinu forna.
Skoði eg efnahag þessa lands yfir Iiöfuð, ætla eg kröpt-
um þess sé fullboðið, þegar 20 væru hinir þjóðkjörnu fulltrúar,
og að [>ví væri nefndur einúngis 1 fyrir hvert lögsagnarum-
dæmi; en af [>ví [>au eru að eins 19, niætti það fólksríkasta á
landinu, Árnessýsla, kjósa 2. Ástæöa væri máske líka til, að
leggja Vestniannaeyjar saman við ltángárvallasýslu til eins
kjördæmis, og að þetta kjördæmi þannig einnig kysi 2 lulltrúa.
Að fara hér að fólksmergð í kjördæmunum yfir höfuð, virðist
mér ómögulegt, svo að i nokkru lagi fari, og sama er um [mð
að segja, að skipta sýslunum upp í öðruvísi löguð kjördæmi,
sem líka án efa mundi vera mjög óvinsælt, af [>ví að sérhver
sýsla frá aldaöðli er orðin vön við, að skoöa sig sem óáðskilj-
anlega heild, og mundi því hver hluti hverrar sýslu vérða ó-
viljugur til, að sækja kosníngaþing inn í aðra. Egséaðsönnu,
að stjórnin í frumvarpi þessu ætlast til, að í allt fái 36 menu
alþíngissetu með þeim konúngkjörnu, en [)ó mér þyki 30 nóg,
og það hafi optar en sjaldnar sýnt sig, að ekki er alLt unniö
með höfðatölunni, væri eg [)ó ekki ótilleiðanlegur til, að þessi
tala næðist, með [>ví að láta fleiri af þeim fólksríkari sýsluin
kjósa 2 fulltrúa, eiida [>ótt engin þessara nái fólkstölu Árnes-
sýslu, [)ó undir því skilyrði, að þínginu væri skipt, eins og cg
áður hef stúngið upp á. Væri og [>essi viðhögun við liöfö, og
þeir 10 sjálfkósnu emhættismenn fengju setu á þínginu, ætla
eg engan kjörstofn þurfi, til að tryggja þjóðkosníngarnar, og
að aðferðin megi vera að öllu leyti eptir kosningarlögunum frá
28. sept. 1849, frá 3. gr. til enda, með þeim breytingum, sem
af þvi leiðir, að ekki væru 2 alstaðhr kosnir fyrir hvert kjör-
dæmi. Eg er lika aö öllu saniþykkur mínuni heiðruðu með-
nefndarmönnum, að meiri Iiluti allra atkvæða þurfi, til að
veröa réttkjörinn alþíngismaður, og mundi ákvörðun urn það
haganlegast skotið inn í miðju 18. gr. í áður nefndum kosníng-
arlögum.
Að eg, livað kosníngaraðferöina snerfir, að öllu vík frá
frumvhrpinu, er af því, að öll sú viðhögun, scm þar er fárið