Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 8
6
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
fjárhús bænda nefnilega af of skornum skammti, til að hægt
væri að hýsa þar allan hinn svonefnda útigangsfénað, þ. e.
fullorðið sauðfé og hross. Þó höfðu menn jafnan einhver
skýli til að reka þennan fénað í, er verst viðraði, en annars
var hann látinn ganga úti sjálfala allt árið. f skyndilegum
áhlaupsveðrum á veturna fórst oft mikill fjöldi þessa búpen-
ings, áður en nokkuð yrði að gert honum til bjargar.
Þess var í rauninni ekki að vænta, að menn hefðu almennt
mikinn húsakost eða merkilegan fyrir skepnur sínar, úr því
að þeir urðu að gera sér að góðu að hafast sjálfir við í hin-
um verstu hreysum. Þetta stafaði mjög oft af fátækt og stund-
um af ónytjungshætti, en aðalástæðan var þó sú, að það
timbur, sem kaupmenn fluttu til landsins, var bæði lítið, lé-
legt og frámunalega dýrt. Á ýmsum stöðum landsins bætti
rekaviður að vísu nokkuð rir þessu, en hinn sífelldi og al-
menni timburskortur stóð ekki aðeins landbúnaðinum mjög
fyrir þrifum, heldur engu síður sjávarútveginum, þar eð
menn skorti ævinlega efni í báta og árar.
Það, sem nú hefur verið talið, var vissulega ærið nóg til
þess, að menn stóðu mjög illa að vígi í hörðum árum, en
við það bættist, að í tíð einokunar og hinnar svonefndu frí-
höndlunar var verzlunin óhagstæð landsmönnum á flestan
hátt. Vörur þeirra voru flestar í heldur lágu verði hjá kaup-
mönnum miðað við verð á innfluttum vörum og oft ærið
takmarkað flutt inn af því, sem nauðsynlegast var, svo sem
komvöru, salti, veiðarfæmm og járni auk timburs, sem áður
var talið. Af íslenzkum vörum sóttust kaupmenn mest eftir
sjávarafurðum og gáfu því tiltölulega hæst verð fyrir þær,
svo að þær voru langmikilvægustu útflutningsvömrnar frá
verzlunarhöfnunum suðvestan- og vestanlands, þar sem mest
kvað að útgerð. Frá höfnunum norðanlands og austan kvað
mest að útflutningi á sauðfjárafurðum, nefnilega kjöti, tólg,
gærum og prjónlesi.
Hinn tiltölulega mikli útflutningur á fiski og kjöti úr land-
inu miðað við þær matvömr, sem inn vom fluttar, skapaði
að sjálfsögðu aukna hættu á matarskorti hjá alþýðu manna
á hörðum vetrum og vomm, enda lögðu menn oft megin-