Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 136
134
Ólafur Halldórsson
Skírnir
inga sögu,s) eru ennfremur ýmsar leiðréttingar og viðaukar,
og er auðséð ef þetta er borið saman við 332, að það er kom-
ið úr Cod. Ac. Flateyjarbók var í láni hjá Þormóði Torfasyni
á Stangarlandi 1682—1704,8 9) en ef allar spássíugreinar í
56—57 eru skrifaðar á sama tíma, er það gert einhvern tíma
þegar Árni hafði bæði Flateyjarbók og Cod. Ac,. nærtækar.
Heldur er ósennilegt að Árni hefði haft svo mikið við 56—57
að lesa það saman við Flateyjarbók eftir að hann eignaðist
betra eftirrit af Ólafs sögu Tryggvasonar í henni, en eftirrit
Ásgeirs Jónssonar, ÁM 55 foh, eignaðist hann 1699. Að þessu
athuguðu, virðist sennilegast að Árni liafi skrifað spássíu-
greinarnar í 56—57 á Stangarlandi, þegar hann heimsótti
Þormóð haustið 1689, og er þá hugsanlegt að hann hafi tek-
ið bækurnar með sér frá Kaupmannahöfn. Bartholin hefur
þó ekki átt þær, því að ekki eru þessar bækur notaðar í hans
Antiquitates Danicæ,10 *) heldur eitthvert annað afkvæmi
Flateyjarbókar, sem nú er glatað. Sennilegast þykir mér að
Þormóður hafi gefið Árna þessar bækur, enda þótt hvergi
finnist stafur fyrir því. Einhver Ólafs saga Tryggvasonar
hefur verið til í Gaulverjabæ í tíð séra Torfa Jónssonar
(1617—1689, prestur í Gaulverjabæ frá 1662), því að Þor-
móður biður Jón son hans í bréfi, skr. 12. apríl 1684 (varð-
veitt í ÁM 285 b fol. IV, í Katalog talið með bréfum til Torfa
Jónssonar), að fletta upp í sögu Ólafs Tryggvasonar ‘þar sem
er talad vm Danakonga och Sigfrode och Haldan eru sein-
aster .. en ef sú Ólafs saga er öll ein og 56—57, er hún
komin úr bókum Rrvniólfs Sveinssonar til Torfa, en frá Torfa
til Þormóðar, líklega 1688, og frá Þormóði til Árna. En þetta
skiptir litlu máli að öðru leyti en þvi, að ekki er að treysta
að spássíugreinarnar með hendi Árna séu skrifaðar stafrétt
eftir Cod. Ac., ef hann hefur skrifað þær 1689. Öðru máli
8) Kafli þessi er á bls. 20036—22416 í Flateyjarbok . . . Förste bind
(Christiania 1860).
9) Sjá Katalog over de oldnordisk-islandske hándskrifter i Det store
kongelige Bibliotek ... (Kobenhavn 1900), bls. XLV.
10) Antiqvitatum Danicarum de Causis Contemptœ a Danis adhuc
Gentilibus Mortis ... Hafniæ 1689.