Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 82
80
Einar Bjarnason
Skímir
10. apríl 1467 votta það sex norskir lögréttumenn á Homi
í Rennisey, að Guðríður og Ragna Ingimundardætur áttu
m. a. jarðirnar Dal og Horn í Rennisey, og að Margrét Vig-
fúsdóttir hafi síðar átt nefndar jarðir.1) Er þá ekki um að
villast, að það vom foreldrar Guðríðar, konu Vigfúsar ívars-
sonar, sem héldu brúðkaup 1366, og má þá ætla, að Guðríður
sé fædd nálægt 1370. Hin nefndu börn Vigfúsar og Guðríðar
eru væntanlega fædd á árunum um 1390—1410, og vel má
vera, að þau séu talin í aldursröð, þó þannig, að synir allir
séu taldir á undan dætrum. Ivar hefur þá verið elztur bræðr-
anna. Ekkert barnanna kemur þó fram sem fullveðja árið
1420, þegar Guðríður handleggur Hannesi Pálssyni fé Vig-
fúsar.2) Það má e.t.v. taka trúanlegt, að Guðríður hafi verið
15 vetra, þegar hún giftist, og líklegast er, að það hafi einmitt
verið rétt áður en Vigfús lagði af stað út til íslands árið 1390.
I máldaga Bessastaða á Álftanesi, sem talinn er frá 1397,
segir: „Porcio ecclesie um fjögur ár meðan Vigfús bóndi bjó
7 hundruð og hálf mörk.“3) Hér er eflaust átt við Vigfús
hirðstjóra ívarsson.
Frá því er sagt í samningi milli svilanna Lofts Guttorms-
sonar og Halls Ólafssonar, sem gerður var í Skálholti 12. maí
1417, að Páll Þorvarðsson, tengdafaðir þeirra, hafi á sínum
tíma haft hirðstjórnarumboð yfir öllu íslandi fyrir Vigfús
Ivarsson.4) Vel má vera, að þetta hafi einmitt verið á svarta-
dauðaárunum og þá hafi Vigfús verið erlendis með fjölskyldu
sinni, með því að varla virðist einleikið, hve mörg böm hans
eru á lífi 1415.
Vigfúsar er síðast getið á lífi í Canterbury haustið 1415.
Vel má vera, eins og fyrr er sagt, að hann hafi ekki komið
hingað til lands aftur, og hugboð fær maður um það, að
þegar fyrrnefndur samningur er gerður milli Lofts Guttorms-
sonar og Halls Ólafssonar, 12. maí 1417, sé Vigfús Ivarsson
hvergi nálægur, e. t. v. ekki ofar moldu.
») D.I. V, 476—477.
2) D.I. IV, 284.
3) D.I. IV, 107.
*) D.I. IV, 252—253.