Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 67
Skírnir
Bandarísk skólamál
65
skeið í norrænu (Old Norse). Ég hitti þar ýmsa, sem fást
við norræn mál og hókmenntir, átti m. a. langt tal við pró-
fessor Alrik Gustafsson, sem er sænskrar ættar og fæst aðal-
lega við sænsk bókmenntafræði, en var jafnframt greinilega
vel að sér um fornhókmenntir okkar. Annars varð ég ekki
mikið var við áhuga á íslenzku máli þar við háskólann, þó
að ég hitti hvergi fleiri Islendinga í ferðinni en þar, ef Winni-
peg er undanskilin. Einn prófessoranna, Cecil Wood að nafni,
ræddi þó mikið við mig um íslenzka bragfræði, virðist vera
mjög vel heima í henni og hafa mikið um hana hugsað.
í University og North-Dakota eiga íslenzk fræði sér góð-
an fulltrúa og áróðursmann, prófessor Richard Beck. f Grand
Forks er þvi vel fyrir þessum málum séð, og hefir prófessor
Beck alltaf við og við námskeið í nútímaíslenzku og forn-
islenzku. Þannig voru haustið 1960 tveggja missera námskeið
í háðum þessum greinum. Haustið 1963, þegar ég var þar
á ferð, var ekkert slíkt námskeið, en mikils áhuga á íslenzku
varð ég var eftir fyrirlestur, sem ég hélt þar við háskólann
um islenzkt málsögulegt efni. Nú starfar þarna einnig pró-
fessor Arne Brekke, sem áður var á minnzt. Leizt mér hann
líklegur til að halda merki íslenzkra fræða á loft, ef hann
heldur þarna áfram störfum.
Frá Grand Forks skrapp ég til Winnipeg. Við Manitoba-
háskóla eiga fslendingar sérlega góðan og farsælan fulltrúa,
Harald Bessason prófessor. Haraldur hefir allstóran og góðan
hóp nemenda. í Winnipeg er eðlilega mikill áhugi á íslenzk-
um fræðum, því að þar og í næsta nágrenni er margt ís-
lenzkra manna og manna af íslenzkum ættum. Ég varð per-
sónulega var við þennan áhuga í samtölum við margt fólk
og sömuleiðis á fyrirlestri, sem ég hélt við Manitoba-háskóla.
íslenzka bókasafnið við háskólann er allgott. En því er þó
ekki að leyna, að það er dálítið gloppótt, en vitanlega stend-
ur það til bóta. Þetta bókasafn nýtur þeirrar sérstöðu að fá
ókeypis allar bækur, sem nú eru út gefnar hér, svo að ætla
má, að í framtíðinni verði það eitt allra bezta íslenzka bóka-
safnið i Vesturheimi.
Frá Winnipeg hélt ég aftur til Grand Forks og þaðan til
5