Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 251
Skírnir Ritfregnir 247
auðveldast er að gagnrýna orðabækur fyrir yfirleitt. Ég skal nú gera nán-
ari grein fyrir þessu atriði.
Aftast í Bl. er viðbætir (Tillæg og Rettelser), 46 bls. Til þess að nota
Bl. til hlítar þarf því að fletta tvisvar upp. Auk þess hefir það viljnð brenna
við, að viðbætirinn gleymdist. Þessi viðauki hefir því verið til nokkurs
ama, þótt hann sé að sjálfsögðu góðs maklegur. Þegar það spurðist, að
von væri á viðbótarbindi við Bl., munu margir hafa hugsað gott til þess,
að þá yrði gamli viðbætirinn felldur inn i hinn nýja. Hefði verið vanda-
laust að auðkenna það sérstaklega, sem i'ir gamla viðbætinum var tekið.
En þetta hefir nú ekki verið gert, mörgum til sárra vonbrigða. Fyrir vikið
verður nú að fletta þrisvar upp i orðabók Blöndals til að leita af sér allan
grun. Gamli viðbætirinn hefði stækkað viðbótarbindið upp í 250 síður, en
það hefði ekki veitt af 50 síðum til viðbótar eða 300 siðum alls, og hefði
mátt finna gloppur samt.
Við lestur bókarinnar saknaði ég allmargra algengra orða, sem einnig
vantar í Bl. Þar á meðal voru þessi: bdöströnd, blaÖagrind, bleiu/buxur,
-þuottur, borgaríssjaki, drullupollur, forgangshraÖ (forgangshraÖsamtal er
í gamla viðb.), gaddaskór, gegnsýrÖur (Bl. hefir aðeins gagn-), gorm(a)-
bindingur (oftast i ft.), hárþvoltalögur, háskólastúdent, hefa(st), hefaÖur,
heilhveitibrauö, herrabuö, hitaveitustjóri, hverfigluggi, innkaupataska, ís-
/fregn, -kex, jarÖefnafrœÖingur, kaffi/boÖ, -borÖ, klósett (og viðeigandi
samsetningar, enn fremur styttingin kló, n.), kvenstúdentafélag, kvöldkaffi,
latínu/kennari, -kennsla, -próf (og hliðstæðar samsetningar með forliðun-
um dörtsku-, ensku-, íslenzku- o. s. frv.; stœröfrœöikennsla hefir þó flotið
með), lopapeysa (o. fl. samsetningar með lopa-), lungna/krabbamein,
-krabbi, minka/skinn, -skott, mjólkur/bílstjóri, -glas, mömmuleikur, normal-
brauÖ, óhefaÖur, pokate, pottalappi, ryöverja, rista (brauð), rjúpnaskytta,
rúlluterla, sakkarín, saumavélar/borö, -olía, sett (einnig í samsetn. penna-
sett, sófasett), símstöövarstjóri, sódakaka, sólskinskaka, stálkantur (á skið-
um), stórþvoltur, strau/bolti, -borÖ, svaka (áherzluorð eða -liður), tepoki,
upplýsingarstefna, verÖ/trygging, -tryggja, verzlunarsparisjóöur, vínar-
brauöslengja.
Tekin hafa verið orð eins og t. d. háskólabókasafn, en ekki háskóla-
bókavörÖur, dœgravilltur, en ekki dægurvilltur, Hvanneyrarveiki, en ekki
Akureyrarveiki, kan, mask og span, en ekki sagnirnar karia, maska og
spana, haröa kan, en ekki hendingskan. Þá má nefna matarstell [-sdel:],
en kaffistell vantar, pabbadrengur er með, en ekki mömmudrengur, sagn-
viöskeyti, ekki sagnforskeyti, séns og sjans, en hvorki sénslaus né sjans-
laus, servíetta, en ekki servíettuhringur, skellinaÖra, ekki skellihjól, stór í
stykkjunum (stykkinu), ekki stór á stykkjunum, sultuglas, ekki sultu-
krukka, sulta, f., ekki sulta, v., röntgenlœkning, ekki röntgenlæknir. Hér
er að finna lýsingarorðið tröllatryggur (mér áður óþekkt), en ekki mynd-
ina trölltryggur, sem ég er vanur. Þá sakna ég orðanna þjóÖminjasafn og
þjóöminjavöröur (Bl. hefir -menja-).