Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 52
50
Halldór Halldórsson
Skírnir
háu stigi. Og enn eimir, sem sé, mikið eftir af þeim anda,
sem innflytjendurnir fluttu með sér að heiman. Þeir, sem
ræddu þessi mál við mig, dáðust mjög að þvi, að ekkert ólæsi
skyldi fyrirfinnast á Islandi.
Skylt er að geta þess, að mikið er unnið að útrýmingu
ólæsis í Bandarikjunum, þótt við ramman sé reip að draga,
þ.. e. skilningsleysi tiltekins hluta þjóðarinnar á gildi lestrar-
kunnáttu. Fullyrða má, að baráttan við ólæsið ber jafnt og
þétt árangur, en vitanlega mun það taka nokkurn tima að
útrýma þvi.
1 upphafi gat ég þess, að ég hefði hlýtt á kennslu á gagn-
fræðastigi. Þetta var í Princeton. Mér var sagt, að þessi skóli
væri í fremstu röð. Ég sótti þar m. a. kennslustund í enskum
bókmenntum, og var námsefnið Hamlet eftir Shakespeare.
Ég dáðist mjög að kennslunni. Frúin, sem kenndi, hafði i
fyrsta lagi námsefnið fullkomlega á valdi sér, og í öðru lagi
var samband hennar við bekkinn einstaklega náið og frjáls-
legt. Hún yfirheyrði ekki, hún gerði ráð fyrir, að nemendur
þekktu leikritið út í yztu æsar. Hins vegar varpaði hún fram
eða bryddi upp á ýmsum umræðuefnum, einkum um bygg-
ingu verksins, auðsæilega í því skyni að vekja áhuga nem-
enda og gera þá færari um að njóta fagurbókmennta. Mér
taldist svo til, að um það bil tveir þriðju af nemendunum
tækju þátt í umræðunum, sumir af því að kennarinn beindi
máli sínu til þeirra sérstaklega, en flestir af sjálfs dáðum.
Þess má geta, að í bekknum voru tveir Negrar, og tók annar
þeirra, stundum ótilkvaddur, þátt í umræðunum. Mér er
ljóst, að þessi kennsluaðferð og yfirleitt þessi afstaða til náms-
efnis og nemenda er alltof fátíð i íslenzkum skólum. Hér er
rnest áherzla lögð á að auka þekkingu nemenda, minna að
því gert að kenna vinnubrögð eða reyna að glæða skilning
þeirra á viðfangsefnunum, og þó fer þetta vitanlega mikið
eftir þvi, hver kennarinn er. Hins vegar má vel vera, að
of lítið sé lagt upp úr þekkingunni í bandarískum skólum,
að minnsta kosti á tilteknum skólastigum. Ég hygg ekki, að
sú aðferð, sem ég nú lýsti, sé einhlít. Allstrangt aðhald um