Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 88
86
Einar Bjarnason
Sfcírnir
ar, og munu þeir allir liafa verið ófullveðja, þegar Ormur dó.1)
Hinir næstu kunnu frændur Orms voru bróðursynir hans,
skilgetnir, af samníæddum bróður komnir. Þeir voru í sjö-
undu erfð Jónsbókarerfðatais og erfðu ekki. Narfasynirnir
voru því í erfð sem nær var. Þeir hljóta að liafa verið í 5.
erfð, systursynir Orms skilgetnir af samfeddri systur komnir,
og staðfesta þessa ályktun nöfnin á börnnm Narfa Sigurðs-
sonar, Bjarni, ívar og Sophía, sem gripin eru úr ætt móður
þeirra, sem hefur verið dóttir Bjarna Ivarssonar, en ekki Sophíu,
með því að hún hefði annars erft hana. Nafn konu Narfa er
ókunnugt. Það er einnig óvíst, að hún hafi verið skilgetin
dóttir Bjarna Ivarssonar, en líklegt er það þó, og hefur Bjarni
þá verið kvæntur, áður en hann átti Sophíu, og átt með þeirri
konu einungis þessa einu dóttur, sem skilgetin börn átti á lífi,
þegar Ormur dó.
Hin ónefnda dóttir Bjarna ívarssonar,
kona Narfa bónda Sigurðssonar, er væntanlega fædd nálægt
1455—1460. Elzti sonur hennar, sem upp komst, Sigurður
Narfason, er einn bræðra sinna orðinn fullveðja árið 1500,
og er því fæddur nálægt 1480. Börn hennar og Narfa voru
Sigurður lögréttumaður í Innri-Fagradal í Saurbæ, Ivar sýslu-
maður s. st., Bjarni lögréttumaður á Mýrum í Dýrafirði, Ól-
afur lögréttumaður í Hvammi í Kjós og Ingibjörg, sem sum
niðjatöl ranglega telja konu Orms sýslumanns í Beykjavík
Jónssonar sýslumanns s. st. Árnasonar, en að réttu lagi hlýt-
ur að hafa verið móðir hans, kona Jóns Árnasonar, enda er
Ormi í elztu heimildum og traustari en þeim yngri talin önn-
ur kona. Sophía var enn dóttir Narfa, heitin eftir stjúpu móð-
ur sinnar, fyrri kona Ölafs sýslumanns í Þorskafjarðarþingi
Guðmundssonar. Enn kann að hafa verið dóttir Narfa Þórey
kona Ilrafns bónda í Engey Guðmundssonar og e. t. v. fleiri.2)
-.• —*
' i) Sbr. t. d. D.I. VII, 505—506, 613—14 o. v.
2) Ekki hefur verið gerð rétt grein fyrir þessum börnum Narfa Sig-
urðssonar í mörgum prentuðum heimildum. 1 Sýslumannaæfum eru þau
t. d. flest talin börn Narfa ábóta Ivarssonar. 1 Islenzkum æviskrám eru
börn Narfa víðast hvar rétt ættfærð. Fyrir ættfærslunni má færa full rök,
en of langt mál er að telja þau hér.