Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 151
Skírnir Nokkrar spássíugreinar í pappírshandritum 149
Finnur tók vísuna þannig saman: ‘gunnmár gall of sárum
her; grams menn ruðu branda áðr fellu (pr. felli); hann vá
sigr fyr sunnan Sandvík.’ Þessa samantekningu taldi E. A.
Kock ótæka; hann setti kommu á eftir gall og fellu (prentað
felli), og semikommu eftir sárum og Sandvík, og hefur þá
gert ráð fyrir að ru8u branda væri setning án frumlags, en
ekkert öruggt dæmi er um slíkt í dróttkvæðum, nema sögn-
in sé í fyrstu persónu.
f fyrstu útgáfu Orkn. s., sem kom út í Kaupmannahöfn
1780 og Jón Jónsson (Jonas Jonæus) sá um, er þessi vísa
prentuð eftir 48, en mismunargreinar úr 332 neðanmáls, þar
á meðal fœli í stað fellu í 5. vo.20) Enginn vafi er á þvi að
skilningur Jóns Jónssonar er réttur: fqli hlýtur að vera við-
tengingarháttur þátíðar af so. fela. Þannig hefur Guðbrand-
ur Vigfússon einnig skilið texta 332, þegar hann gaf Orkn. s.
út í Icelandic Sagas 1887, en hann prentaði vísuna eftir 332.
Vísuhelmingur þessi er örðugur viðfangs; enginn vegur er
að fá vit í hann með lesháttum Flateyjarbókar, gall og fellu,
nema taka saman eins og Finnur Jónsson gerði, en sá galli
er á, að þannig er ekki hægt að taka saman dróttkvæða vísu.
Ef texti Flateyjarbókar, gall og fellu, er upprunalegur, er
undarlegt ef þessum orðum hefur verið breytt í gól og fœli,
einkum þegar þess er gætt að gall og fellu valda engum
vandkvæðum á skilningi vísunnar fyrr en kemur að ruðu
branda í síðasta vísuorði. Fremur er að vænta að eftirritarar
hefðu breytt texta eins og hann var í Cod. Ac., einkum eftir
að hætt var að skrifa q fyrir œ og œ.
Björn M. Ólsen gerði tilraun til að skýra vísuna eins og
hún var prentuð í Icel. Sagas (texti 332); hann setti fram
þá tilgátu að ruðu í síðasta vo. væri af no. *ruða, sem hefði
verið skylt roð og flt. orðinu ruður, og hefði merkt skinn
eða leður, og nefndi þessu til stuðnings að í færeysku er róð
haft um sauðskinn; með ruðu væri þá átt við sverðsslíður,
sem oft væru klædd leðri. Björn tók vísuna þannig saman,
með þeim fyrirvara að ruða hefði verið til í þessari merk-
20) Orkneyinga saga, sive Historia Orcadensium . . . (Hafniæ 1780),
bls, 36.