Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 34
32
Sigfús Haukur Andrésson
Skirnir
ur var orðið matvörulaust á Vopnafirði, að minnsta kosti
fyrir utansveitarmenn.24
Ástandið var reyndar líka heldur bágborið á öðrum verzl-
unarstöðum amtsins, því að í bréfi til rentukammers 13.maí
1803 telur Stefán Þórarinsson yfirleitt engar erlendar mat-
vörur vera fáanlegar þar lengur. Eina undantekningin var
Akureyri, þar sem eitthvað var eftir af komvörum. Margar
fjölskyldur kveður hann búa við hungur, enda sé nú fjöl-
margt fólk hörmulegt ásýndum. En þó að mannfellir væri
að vísu yfirvofandi að óbreyttu ástandi, vissi amtmaður ekki
til þess, að fleiri en þrjár manneskjur í Þistilfirði hefðu, enn
sem komið var, dáið úr ófeiti. Frá því hafði séra Þorsteinn
Jónsson á Skinnastöðum í Axarfirði skýrt honum, en þetta
vor hafði prestur, sem var þá 69 ára gamall, komið fótgang-
andi alla leið til Möðruvalla í Hörgárdal til að leita aðstoðar
amtmanns til kaupa á dálitlu af kornvörum á Akureyri. En
til þess að koma þessari björg austur að Skinnastöðum, varð
séra Þorsteinn líka að kaupa hest í Eyjafirði, og svo vofði
sú hætta yfir, að vörurnar yrðu orðnar stórskemmdar eða
jafnvel ónýtar, þegar hann kæmist loksins með þær heim,
ef illa viðraði á leiðinni.
Þetta kveður amtmaður vera eitt dæmið af mörgum um
þá feiknalegu erfiðleika, sem Norður-Þingeyingar eigi við að
etja, sökum þess hve illa Húsavíkurverzlun sé birgð að mat-
vörum og vegna þess að vörur fáist ekki heldur fluttar beint
til Raufarhafnar.25
Því má svo bæta hér við, að þótt hagur séra Þorsteins væri
bágborinn, mun nágranni hans, séra Eiríkur Þorleifsson á
Svalbarði í Þistilfirði, hafa átt við enn þrengri kjör að búa.
Á góu 1803 sá hann ekki annað úrræði en halda suður á
land til að leita sér bjargar og sneri ekki heim aftur fyrr en
í júlí um sumarið. Á meðan dró kona hans ásamt tveim ung-
um börnum þeirra fram lífið á því, sem sóknarbörn prestsins
létu af hendi rakna og með því að slátra kúgildum staðarins,
svo að um mitt sumar lifðu aðeins eftir af þeim ein kýr og
tvær ær. Þá var og, samkvæmt bréfi stiftamtmanns til rentu-
kammers 20. ágúst 1802, þegar svo komið fyrir tveim eða