Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 13
Skirnir
Harðindi á Islandi 1800—1803
11
Þar við bættist líka, að í áhlaupaveðrinu 2. nóvember urðu
þegar miklir fjárskaðar mjög víða, þar eð menn höfðu ekki
tekið útigangsfé sitt á hús fremur en venjulega. Margt sauð-
fé fennti því eða hrakti í sjó og vatnsföll.
Stefán Þórarinsson amtmaður segir þó í bréfi til rentu-
kammers 28. apríl 1801,3 að einstöku bændur í nær öllum
sýslum norður- og austuramts hafi að vísu orðið fyrir veru-
legum búfjármissi í þessu veðri, en samt hafi ekki verið um
almennt tjón að ræða í amtinu. Hann telur, að mönnum
hafi líka tekizt að ná allmiklu af fé sínu lifandi úr fönn, og
má þvi ætla, að það hafi gengið enn betur syðra, þar sem
hríðin varð skammvinnari. Enn fremur álítur amtmaður tjón
manna að því leyti minna, að þeir liöfðu þá enn ekki kostað
neinu til fóðurs á útigangspeningi sínum, það sem af var
vetri, en heldur virðast það þó léttvæg rök.
Hið langvinna jarðleysi, sem var mest í Eyjafjarðar-, Þing-
eyjar- og Múlasýslum, olli að sjálfsögðu megintjóninu. 1
Norður-Múlasýslu byrjaði fé þegar að horfalla fyrst í marz,
en nokkru síðar í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu og loks í
Skagafjarðarsýslu, þar sem fellirinn varð hvað mestur með
vorinu. Álítur Stefán Þórarinsson, að Skagfirðingar hafi að
lokum misst tiltölulega mest af útigangsbúpeningi sínum,
enda treysti þeir jafnan mjög mikið á vetrarbeitina. Minnst-
an felli segir hann liins vegar hafa orðið í Húnavatnssýslu
af öllum 6 sýslum amtsins, og hafi hann þó alls ekki orðið
óverulegur þar. Eftir þeim gögnum, sem amtmanni bárust
smám saman úr sýslunum, áætlaði hann í bréfi til rentu-
kammers 18. febrúar 1802, að veturinn og vorið áður hefðu
ibúar norður- og austuramts misst allt að 50.000 fjár eða
næstum því þ=} hluta af öllu sauðfé í amtinu.4 Er það þá ótal-
ið, að menn ýmist misstu eða neyddust til að slátra mikl-
um fjölda nautgripa, þar á meðal mjólkurkúm, og að áliti
Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns í bréfi til rentukammers
17. júní 1801 höfðu þá farizt um % af hrossum landsmanna.3
1 þessu sama bréfi segir stiftamtmaður einnig, að flestir lands-
menn hafi misst mestan hluta sauðfjár síns, en það er sjálf-
sagt eitthvað orðum aukið, enda hlýtur stiftamtmaður þá að-