Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 61
Skírnir
Bandarísk . kólamál
59
íslcnzkar bókmenntir, og þarna er einnig ungur maður, scm
líka kennir forníslenzku. Fyrri daginn, sem ég dvaldist þarna,
hafði prófessor Reichardt fyrstu kennstustundir sínar í ís-
lenzku það haustið, en því miður stóð svo á, að mér gafst
ckki tækifæri til að hlýða á kennsluna. Prófessorinn hefir
skrifað nokkuð um íslenzk efni, einkum dróttkvæði, og á
skrifstofu lians bar mikið á íslenzkum bókum, t. d. sá ég þar
allar helztu orðabækur um íslenzkt mál. Annars var mér
sagt, að prófessor Reichardt ætti margt óprentað um íslenzk
efni í fórum sínum, en hann væri með afbrigðum vand-
virkur maður og tregur á að láta nokkuð frá sér fara, sem
hann hefði ekki þaulunnið. Ég hitti þarna einnig einn nem-
anda prófessors Reichardts, Roy Engfield að nafni. Hann var
mjög áhugasamur um íslenzkunám og hafði mikinn hug á
að fá styrk til íslandsferðar, svo að hann gæti numið betur
íslenzka tungu.
Næsti háskólabær, sem ég kom i, var Cambridge í Massa-
chusetts. Við háskólann þar, Harvard-háskóla, hefir oltið á
ýmsu um íslenzkukennslu. Ég sé í skýrslum, að árið 1960
hefir verið íslenzkunámskeið þar eða öllu heldur norrænu-
námskeið, því að námskeiðið er sagt hafa verið í Old Norse/-
Icel. Þetta ár kenndi við Harvard-háskóla prófessor Einar
Haugen, sem margir þekkja hér, frá því hann var Fulbright-
prófessor hér við Háskólann. Hann mun hafa staðið fyrir
þessu námskeiði í norrænu. Um langt skeið hvíldi íslenzku-
kennslan í Harvard á herðum hins mikla og mikilsvirta fræði-
manns Francis Peabody Magoun, sem raunar var prófessor
í ensku. En prófessor Magoun hafði miklu víðara áhugasvið
og náði mjög góðum tökum á islenzku og kenndi hana í
mörg ár. Prófessor Robert Kellogg, sem ég minntist áður á
í sambandi við Virginíu-háskóla, var t. d. nemandi hans og
gerði doktorsritgerð um íslenzkt efni undir hans handleiðslu,
en efnið var fólgið í að gera fullkominn orðalykil yfir Sæ-
mundar Eddu. Nú hefir prófessor Magoun látið af embætti
fyrir aldurs sakir og hefir hin síðari ár mikið fengizt við
finnsk fræði. Hefir hann nýlega lokið við að þýða Kalevala
á ensku. Þetta er lausamálsþýðing, sem gefin er út í ritum