Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 187
Skírnir
Breytingar á nafnavali og nafnatíðni á íslandi
185
fjölgun fólks og nafngjafa. Þessi nöfn hafa þó bæði haldið
efsta sætinu þrátt fyrir þessa fækkun, enda voru þau svo tíð
1703, að þá hét næstum fjórði hver karlmaður Jón og fimmta
hver kona Guðrún.
Þau nöfn í 6. skrá, sem verið hafa yfir lágmarki allan tím-
ann, hafa með örfáum undantekningum farið síhækkandi að
nafngjafafjölda frá 1703 til 1910. En á síðasta tímabilinu
verður þar á töluverð breyting. Af nöfnum, sem voru yfir
lágmarki hæði 1910 og 1921—50, hækkuðu sum enn nokkuð
að uafngjafafjölda, en miklu fleiri lækkuðu hins vegar tölu-
vert, og í þess stað bættust við allmörg ný nöfn, 9 karla og
8 kvenna, og eru þau öll norræn, nema Sigurjón, sem er
hálfnorrænt, og Jóna, sem er íslenzk hliðstæða Jónsnafnsins,
hins vinsælasta karlmannsnafns hér á landi í margar aldir,
og Lilja, sem er alíslenzkt nafn, þótt það sé myndað af ónor-
rænum stofni. Hin, að undanskilinni Sigrúnu, eru öll einliða
nöfn, með eða án endingar, sem sjá má á 1. yfirliti, að notið
hafa sérstakrar hylli 1921—50.
Nafngjafafækkun margra tíðustu nafna á tímahilinu 1921
—50 er ekki mjög erfitt að skýra, þegar þess er gætt, hve
mikil breyting hefur orðið í búsetu Islendinga á þessu tíma-
bili. Eftir því sem íbúum sveitanna fækkar og íbúum kaup-
staða og verzlunarstaða fjölgar, vaxa óþægindin við að heita
mjög algengu nafni. Jafnvel þó að föðurnafnið sé notað til
aðgreiningar, þá er sá ljóður á, að mest líkindi eru til þess,
að það sé líka eitt af tíðustu nöfnunum, og þá bætir það
lítið úr skák. 1 sveitunum eru menn kenndir við bústað sinn,
og þó að ýmsir bæir heiti sama nafni, kemur það ekki mjög
mikið að sök vegna þess, að þeir eru sjaldan í nágrenni hver
við annan og eru líka oft aðgreindir með einhverri viðbót.
Þetta hefur venjulega verið fullnægjandi til aðgreiningar.
Tökum t. d. alþingismenn með nafninu Jón Jónsson og þess-
um bústöðum: Munkaþverá, Lundarbrekku, Stafafelli, Sleð-
brjót, Múla, Hvanná og Stóradal. Það var engin hætta á, að
þeim yrði blandað saman né heldur við aðra Jóna, þó að
föðurnafninu væri sleppt. En þegar menn eru fluttir í kaup-
túnin, þá dugir ekki lengur bústaðaaðgreiningin, því að götu-