Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 60
58
Halldór Halldórsson
Skírnir
Stefán Einarsson lét af embætti, og bættu raunar við, að þar
væri nú engin kennsla í norrænum málum. Þess er hins
vegar rétt að geta, að þarna er til þess að gera gott íslenzkt
bókasafn, og mun það vera verk Stefáns Einarssonar, nð svo
er, og gefur vonir um, að íslenzk fræði verði þar síðar í
heiðri höfð.
í Princelon-háskóla átti ég gagnlegt samtal við prófessor
William G. Moulton, sem er lærður frá Harvard-háskóla,
sérfræðingur í þýzku, einkum í suðurþýzkum og svissnesk-
um mállýzkum. Hann hefir nýlega gerzt prófessor i al-
mennum málvísindum i Princeton og er mjög áhugasamur
uin eflingu málakennslu í þessum mikla og fagra háskóla.
Prófessor Moulton kvaðst skammast sín fyrir að segja, að
engin kennsla væri þarna í norrænum málum. En segja
mætti mér það, að hann ætti eftir að kippa þessu í lag. Bóka-
safnið í Princeton-háskóla mun einnig vera rýrt í norræn-
um fræðum. En þess má geta, að bókasafnshúsið, sem gefið
er af iðjuhöldinum Firestone, sem ýmsir hér kannast við af
hjólbörðum, ísskápum og fleiri markaðsvörum, er hið veg-
legasta, sem ég sá í Bandaríkjunum. Sá ég þó mörg stórkost-
leg bókasafnshús, enda er því ekki að leyna, að hjarta hvers
bandarísks háskóla er bókasafnið, og á því er ríkur skilning-
ur, að án góðs bókasafns er enginn háskóli, sem vaxinn er
hlutverki sínu. Mættum við af því draga gagnlega lærdóma.
í Columbia University í New York eru við og við nám-
skeið í forníslenzku. Kennari er prófessor Carl P. Bayer-
schmidt. Við germönsku deildina starfar einnig prófessor Leif
T. I. Sjöberg, sænskur maður, sem ferðazt hefir hér heima og
er allvel að sér í íslenzku. Kennslugreinir hans eru þó eink-
um sænska og sænskar bókmenntir, eins og eðlilegt er. Pró-
fessor Sjöberg sýndi mér norrænu deildina i háskólabóka-
safninu, og sá ég, að þarna var nokkur reytingur af íslenzk-
um bókum, einkanlega fornbókmenntum, en safnið hefir
greinilega aldrei fengið ncina skipulega umhirðu.
f Yale University í New Haven eru íslenzk og önnur nor-
ræn fræði í hávegum höfð undir forystu prófessors Konstan-
tins Beichardts. Hann kennir sjálfur forníslenzku og forn-