Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 19
Skirnir
Harðindi á íslandi 1800—1803
17
til kafalda og blota. Strax í fyrstu blotum tók hreint fyrir
alla jörd, sem ecki kom til gagns upp fyrr enn í Maí mánudi.
Um sama bil féll veturinn á í fsafjardar-sýslu og var hann
þar (eins og um allt land) hinn hardasti, sem til mundu,
og vissulega hardari og lengri enn nockurr á liinni umlidinni
18du Öld. f Stranda-sýslu lögdust hardindin sumstadar á
med Jólum, en allsstadar med Þorra og svo geysilegum snjó-
þýngslum, ómunanlegum frostum og margföldum áfredum,
ad hvörgi sást hin allra-minnsta vitund af jörd fyrir riti-
gángs-peníng, og seinast í Majó var hún enn þá ecki til hlýt-
ar uppkomin; . . . Af því, sem hér er sagt, er audsært, ad
vorid á Vestfjördum mátti í þetta sinn heldur vetur nefna;
komu þar sumstadar ecki tún upp fyrr enn undir venjulega
sláttar-byrjun, . . . Vídast hvar bönnudu ísalög, haf-ísar og
ófærd fólki sjóródur og kaupstadar-ferdir, svo mjög fáir þann-
inn gátu leitad bjargar sinnar. Alltsaman þetta var orsök í,
ad margir um vordaga 1802 flosnudu upp í öllum Vestfird-
ínga-fjórdungi, og qvad þad svo ramt ad í Bardastrandar-
sýslu, ad börn fóru þar ad leita sér uppeldis á húsgángs-
flacki; var þá líka vídast hvar fé tekid ad stráfella, en þótt
flestir hefdu farid ad skéra á Þorra, og sídan á ýmsum tím-
um, en hesta og kýr drápu menn þá sumstadar nidur. Ad
bjargþorta fólk í þessum kríngumstædum vard hinu betur
megnandi til þýngsla, olli ad nockru leiti þeirra tjóni, sem
ekki höfdu hjarta til ad sjá naudstadda brædur allt í kríng-
um sig deyja flockum saman af húngri.“
Síðan segir, að veðráttan í Húnavatns- og Skagafjarðar-
sýslum muni hafa verið heldur skárri framan af þessum vetri
en á sama tíma veturinn áður og sums staðar sæmileg jörð.
Aðalvetrarharkan hafi hins vegar skollið á um áramótin og
þá tekið fljótlega fyrir alla beit, og svo heldur frásögnin
áfram á þessa leið: „1 Vadla- [Eyjafjarðar-] og Þíngeyjar-
sýslum urdu menn strax, öndverdlega á vetri, ad taka bædi
hesta og fé inn á hey, og vid þad mátti vídast standa fram
ad (og sumstadar fram af) Sumarmálum; í einstöku stöd-
um kom þó jörd upp þann 30ta Martsí. . . . Vorid var hér
mjög hardt og kaldt, sem sérdeilis oraskadist af óvenjulega
2