Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 29
Skírnir
Harðindi á íslandi 1800—1803
27
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu, Jón Sveinsson, reyndi
að efna til samskola handa bágstöddum í sýslu sinni, en
ekki er vitað um árangurinn af því. Hins vegar áleit Guð-
mundur Pétursson, sýslumaður í Norður-Múlasýslu, í bréfi til
amtmanns í ársbyrjun 1803, slíkt ekki framkvæmanlegt í
sinni sýslu, því að þar ætti sérhver nóg með sig, sökum þess
bve fjárfellirinn hefði orðið mikill og almennur. Vænlegast
til bjargar væri, ef matvörulán fengjust í verzlununum handa
binum verst settu, eins og venja hafði verið í tíð konungs-
verzlunarinnar, og sýslumaður bjóst við, að þau myndu fást,
ef amtmaður sendi faktorunum eystra fyrirmæli um það.
Því, sem menn gætu ekki borgað síðar, yrði þá að jafna nið-
ur á sýsluna, ef stjórnin sendi ekki peninga úr Kollektusjóði
til hjálpar. Guðmundur kvað raunar mjög lítið af matvörum
vera eftir í Vopnafjarðarverzlun, en meira myndi vera til
á Reyðarfirði og í útibúi því, sem Kyhn kaupmaður hafði
þá enn á Seyðisfirði þrátt fyrir margítrekað bann stjórnar-
innar. En sýslumaður áleit að sækja mætti vörur sjóleiðis til
Seyðisfjarðar úr norðurhluta sýslunnar, ef vorið yrði gott.10
Er hér var komið, hafði Stefán amtmaður Þórarinsson þeg-
ar skrifað faktorunum eystra um þetta mál. Tilgangslaust
var hins vegar að skrifa verzlunarstjóranum á Húsavik vegna
Þingeyinga, þar eð allar matvörur höfðu gengið til þurrðar
þar þegar um haustið. 1 bréfinu vísar amtmaður til skýrslna
um ástandið í Múlasýslum, sem sýslumenn höfðu þá nýlega
sent honum með póstinum að austan. Kveður hann þá láta
í Ijós mikinn ótta um það, að allmargar fjölskyldur lendi á
vergangi eða deyi úr hungri um veturinn og á komandi vori,
nema þær gætu fengið hinar bráðnauðsynlegustu matvörur
að láni í verzlununum. Amtmaður leggur mjög að faktor-
unum að veita þessu fólki nauðsynlega úrlausn og kveðst
sannfærður um, að hvorki þeir né húsbændur þeirra í Kaup-
mannahöfn vilji, að nokkur bóndi á verzlunarsvæðinu, sem
hafi til þessa átt viðskipti við þá, verði hungurmorða, ef hægt
væri að bjarga þeim með dálitlum matvörulánum úr verzl-
ununum, enda verði þessir bændur sér úti um vottorð hlut-
aðeigandi sýslumanns um óhjákvæmilega þörf sína.20