Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 117
Skírnir Níutíu ára afmæli vesturisl. þjóðræknisstarfsemi 115
mælti svo fyrir, aS ef ágóði yrði af sölu ritsins, skyldi
arðurinn verða frumstofn sjóðs, er safna skyldi til að
koma upp íslenzkum skipaflota. Arðurinn af sölu ritsins
varð vist enginn, en hugsjónin var söm fyrir því. Fjórir
tugir ára liðu þar til skipin komu. —- Hann var þetta
langt á undan i huga sínum.
Vissulega er hér um að ræða fagurt dæmi einlægrar hug-
sjónaástar og ættjarðarástar.
Síðan fyrsta þjóðhátíð Islendinga í Vesturheimi var hald-
in í Milwaukee, hefir sá þjóðræknisþáttur, sem þar var hnýtt-
ur, verið vígður þáttur og mikið sameiningarafl i félagslífi
þeirra. Einhverjar slíkar hátíðir hafa verið haldnar víðs veg-
ar í bæjum og byggðum meðal Vestur-Islendinga fram á
þennan dag, hvort sem þær hafa verið nefndar Islendinga-
dagar eða gengið undir öðru nafni. Það skiptir engu máli,
heldur sá þjóðernisandi, ræktarsemin til móðurmoldarinnar,
trúnaðurinn við ætt og erfðir, sem þar hafa fundið sér fram-
rás. Framan af árum voru þjóðhátíðirnar eðlilega löngum
bundnar við 2. ágúst. En á seinni árum halda flest félög Is-
lendinga vestan hafs þjóðhátíð sína 17. júní, á lýðveldisdegi
Islands, eða eins nálægt honum og ástæður leyfa.
Tveir fjölmennustu Islendingadagarnir vestan hafs eru þó
haldnir á öðrum tíma sumarsins, af sérstökum ástæðum: Is-
lendingadagurinn í Blaine, Washington, sem haldinn er seint
í júlí i fögrum skemmtigarði við Friðarbogann á landamær-
um Bandaríkjanna og Kanada, og Islendingadagurinn að
Gimli í Manitoba (áður lengi í Winnipeg), sem haldinn er
alltaf fyrsta mánudag í ágúst. Er það fjölmennasta þjóðhátíð
Islendinga í Vesturheimi, er á sér að baki langa og merka
sögu, því að nú í sumar átti sá Islendingadagur 75 ára afmæli.
Var mikið til þeirrar hátíðar vandað, og þá dr. Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra Islands, boð hátíðarnefndar um að
sækja þessa söguríku afmælishátíð að Gimli, ásamt frú sinni.
Var oss íslendingum vestan hafs mikill sómi sýndur með
heimsókn þeirra, og er jafnframt með henni brotið blað í
þjóðræknis- og menningarlegum samskiptum Islendinga yfir
hafið, því að þetta var í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Is-