Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 257
Skírnir
Ritfregnir
253
hinnar merku orðabókar Sigfúsar Blöndals og jafnframt hið mesta nauð-
synjaverk. Ég vil hvetja alla, sem eiga Bl., til að eignast þetta viðbótar-
bindi, og um leið vil ég vekja athygli á því, að þetta er valin bók til
vinargjafa, ein merkasta bókin, sem út kom á Islandi 1963.
Baldur Jónsson.
íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri Árni Böðv-
arsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1963.
Virða verður til meiri háttar atburða í íslenzkri orðabókargerð, er út
kemur fyrsta sinni íslenzk orðabók með íslenzkum skýringum. Það má
telja mikinn kjark af ritstjóra að ráðast í svo erfitt viðfangsefni með litlu
starfsliði og leysa það af hendi á fáum árum.
Við samningu orðabóka ber margt að hafa í huga, og vafalaust liggja
þær betur við höggi en margar aðrar bækur. Miklu skiptir, að í upphafi
sé gerð vandhugsuð óætlun um ætlunarverk orðabókarinnar, stefnan
mörkuð í öllum veigamiklum atriðum. Þó vita allir, sem við samningu
orðabóka hafa fengizt, að við starfið sjálft ber ávallt að höndum vanda-
mál, sem enginn sá fyrir í upphafi. Af þeim sökum ber að endurskoða
upphaflega áætlun rækilega með nokkru millibili og breyta til í samræmi
við þær niðurstöður, sem fengizt hafa við orðabókarstarfið. Ég þykist sjá
við lestur Oi-ðabókar Menningarsjóðs (hér eftir skammstöfuð OM), eins
og þessi bók er kölluð manna ó meðal, að upphafleg áætlun um hana
hafi breytzt nokkuð, er á samningu leið, án þess að breytingar hafi ávallt
verið gerðar á því, sem áður var samið. Ef til vill er ástæðan sú, að þeir
þættir hafi áður verið settir. En fram skal tekið, að þetta er ekkert eins-
dæmi um OM, en vist er þetta víti til vamaðar, sem gefa ætti gaum við
endurútgáfu þessarar bókar og samningu nýrra orðabóka.
Ég mun nú víkja að ýmsum atriðum, sem mér virðast máli skipta,
en reyna að forðast allan sparðatining. Dæmi um hvert atriði verð ég að
takmarka vegna rúms. _______
Eitt meginatriði við samningu orðabóka er efnisval, þ. e. hver orð eru
tekin og hverjum er sleppt. f formóla — og raunar á titilsíðu einnig —
er bókin sögð ætluð skólum og almenningi. í sjálfu sér segir þetta lítið
annað en það, að bókinni sé ekki ætlað að vera sérfræðileg ó neinu ein-
stöku sviði. Þetta gæti einnig bent til, að bókinni væri ætlað það hlut-
verk að efla málvöndun, en þótt nokkrir tilburðir séu til þess, hygg, ég,
að það verði aldrei talið neitt höfuðeinkenni hennar. f formála er svo
nánara skýrt efnisval bókar á þessa leið: „í bókinni eiga að vera flest eða
öll íslenzk stofnorð, sem komizt hafa í íslenzkar orðabækur (fornmáls
og nýmáls), svo og algengustu samsetningar." (bls. V). Ég er óvanur orð-
inu stofnorS í þessari merkingu. Ég hefi heyrt það notað um aSalorS,
t. d. í kenningum, t. d. í hestur sœvar væri hestur stofnorðið. En hvað um
það. StofnorS er skýrt svo í orðabókinni: „orð, sem önnur orð eru leidd af,