Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 172
170
Þorsteinn Þorsteinsson
Skírnir
rtiiður vel á blikuna, og þeir kunni að óttast, að að því stefni,
að íslenzku nöfnin verði að lúta í lægra haldi fyrir þessu út-
lenda aðstreymi. Hvort sá ótti sé á rökum reistur, mætti ef
til vill nokkuð marka af því, hvaða breytingum nafnavalið
hefur tekið síðustu þrjár aldir, hvort hin norrænu nöfn hafa
verið á sífclldu undanhaldi eða einkum á síðustu tímum.1)
Nöfn, nafnberar ng nafngjafir.
í öllum þcim nafnaskýrslum, sem minnzt hefur vcrið á,
cr skýrt frá tölu nafnanna, sem þar eru skráð, og einnig hve
margir menn báru hvert nafn, en aðeins í síðustu skýrslunni
er skýrt frá samtölu nafnheranna. 1 nafnaskýrslum mann-
talanna er það látið nægja, að fjöldi nafnberanna er í ná-
munda við heildarmannfjölda manntalsins. Nafnberarnir eru
þó færri, því að þar vantar þá, sem óskírðir eru. f nafna-
skýrslunni frá 1910 voru heldur ekki teknir með þeir, sem
fæddir voru erlendis, og í skýrslunni um 1703 var líka sleppt
nokkrum útlendingum, sem staddir voru hér á landi, cn 1855
voru þeir teknir með. 1921—50 voru erlendir ríkisborgarar
á íslandi ekki teknir með.
Ef hver maður ber aðeins eitt nafn, er fjöldi nafnbera og
nafngjafa jafnmikill, en ef sumir fá fleiri nöfn en eitt, verð-
ur íjöldi nafngjafanna meiri heldur en nafnberanna. Fleir-
nefni hafa farið mjög í vöxt á síðari árum. Árið 1703 hétu
aðeins ein systkin tveim nöfnum. Árið 1855 hét hins vegar
rúmlega hálft þriðja þúsund manna fleiri nöfnum en einu,
en þó voru það ekki nema 3% af körlum og 5% af konum.
Siðan hefur fleirnefnum fjölgað afar mikið. Rúmlega fimmt-
ungur karla og þriðjungur kvenna hétu fleiri nöfnum en
einu árið 1910, en um helmingur þeirra, er fæddust 1921
—50. í nafnaskýrslunni fyrir 1921—50 er tilgreind heildar-
tala nafngjafa, en ekki í hinum nafnaskýrslunum. En þar er
tilgreint, hve margir menn báru hvert nafn, og hef ég því
orðið að leggja þær tölur saman til þess að finna heildar-
tölu nafngjafanna.
Birting greinar þessarar í Skími var fullráðin fyrir alllöngu.