Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 237
Skírnir
Dalur mætir hóli
235
ar á hendr Þorleiki en mitt leyfi er til; en ef þú gerir þat,
þá er eigi ólíkligt, at rnœti dalr hóli.u Hrútur þykkisk nú
skilja, at fast mun fyrir vera, ferr heim, ok líkar stórilla.“2)
Af tilvitnun Halldórs til Ólafs sögu helga er auðséð, að
þar er einnig um hótun að ræða. Orð Ólafs í Laxdæla sögu
verða naumast misskilin, og nægir í bili að benda á skýr-
ingu Halldórs, sem getið var hér að framan. En fyrstu les-
endur Laxdæla sögu, þeir sem vel voru að sér í kristnum
fræðum, hafa þó ef til vill lagt enn dýpri skilning í ummæli
Ólafs pá en kemur fram í skýringu Halldórs. Samtímamenn
höfundar hafa að öllum líkindum verið næmari fyrir kristn-
um hugmyndum sögunnar en síðari tíma kynslóðir. Um
miðja 13. öld hafa menn verið fljótir að átta sig á því, hvert
rithöfundur stefndi með andstöðu dals og hóls.
1 fertugasta kafla Jesaja-bókar beitir spámaðurinn svipaðri
líkingu, og eru alkunn þessi orð Vúlgötu: „Omnis vallis ex-
altabitur, et omnis mons et collis humiliabitur.“ Til þessara
orða spámannsins er vitnað í íslenzkri hómilíu frá 12. öld:
„Hver dalr, qvaþ hann. mon fyllasc. oc hvert fiall oc hóll
mon lægiasc. þa fyllesc dalr es litellátr maþr tecr vel viþ
goþs orþom, svasem dalr viþ daOG, oc grðr þar siþan góþra
verka gras af. en þat la/nar guþ meþ eivesanda upp angre.
En þá légesc fiall eþa hóll, es mctnaþar meN fyr líta guþs
keNÍng. svasem fiall eþa hóll scýtr af sér daoGeNe, oc þeir
missa svá ástar verca grátsens, oc verþr þa tekeN af þeim
upangr himinrikess hæþar." 3)
Óþarfi er að minna á, að guðfræðilegt inntak hómilíunnar
kemur Laxdælu ekki ýkjamikið við, en öðru máli gegnir um
siðfræðilega merkingu. Hér er nauðsynlegt fyrst að átta sig
á táknmálinu. Dalur lýtur að litillátum manni, en hóll að
metnaðarmanni. 1 munni Ólafs pá er auðskilið, liver hinn
lítilláti er og hver hinn metnaðarfulli. Ólafur gefur í skyn,
að hann sjálfur muni hefjast, ef til átaka kemur, en Hrútur
lægjast að sama skapi. 1 hótun Ólafs felst ögrandi spádómur,
og á slíkt vel við, eins og málum er háttað.
Svo að aftur sé vikið að skýringu Halldórs Halldórssonar,
þá hefur hann ekki lagt nægilega kristinn skilning í táknin