Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 283
Skírnir
Ritfregnir
279
flokkun og aðgreiningu. Ég vildi kenna allan gróður við þær tegundir,
sera einkenna hann, t. d. þursaskeggsgróður, en leggja gömlu landslags-
nöfnin niður.
Steindór telur jaðar einkennast af hrossanál, aðrir telja snarrótarpunt
einkennistegund hans; kannski stafar Jietta af sörau orsökum.
Snjódældagróðurinn, eins og honum er lýst i þessari bók, verður anzi
sundurleitt gróðurlendi, enda ekki allir sammála um, hvort telja beri
lynggróðurinn, sem höfundur bókarinnar nefnir lyngdældir, J>ar raeð,
vegna Jiess að snjór liggi þar ekki svo lengi, að hægt sé að kenna gróður-
inn við hann, og einhvers staðar verða mörkin að vera.
Samkvæmt skilgreiningu höfundar eru nokkuð óljós mörk milli þess,
sem hann kallar varpagróður og traðagróður, enda finnst mér ástæðulaust
að greina þarna á milli.
Höfundur telur Stórahvamm við Jökulsá eystri í Skagafirði hæsta
íundarstað birkis hér á landi, en hann er í um það bil 600 m hæð yfir sjó.
Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Kjartanssonar, jarðfræðings, vex
birki í Þverbrekkum (nefndar Múlar á Herforingjaráðskortinu) á Kili í
620—630 m hæð, og er það líklega hæsti vaxtarstaður þess hérlendis.
I lýsingum gróðurlenda, gróðurhverfa o. s. frv. er víða nokkurt ósam-
ræmi i niðurröðun efnis, en æskilegast er, að því sé alls staðar eins skipað
niður, það auðveldaði mjög notkun bókarinnar. Fyrst kæmi t. d. skilgrein-
ing, siðan lýsing, bæði hvað snertir tegundasamsetningu og staðhætti, þá
iitbreiðsla o. s. frv. Sums staðar eru eingöngu notuð íslenzku nöfnin á teg-
undunum, annars staðar eru latnesku nöfnin í sviga aftan við, og finnst
mér það æskilegra, ekki sízt þegar höfundur notar nöfn, sem ekki eru til
i Fióru íslands, eins og t. d. vallasúra, sem er liklega það sama og tún-
súra; þó er nafn túnsúru líka nefnt í bókinni, svo kannski er það önnur
tegund eftir allt saman.
Þegar litið er á bókina í heild, verður ljóst, að höfundur hennar hefur
náð tilgangi sinum með henni. Hún er það full af fróðleik, að hún hlýtur
að seðja sárasta hungur þeirra, sem kynnast vilja gróðri landsins, en er
um leið grundvöllur framhaldsrannsókna þeirra, sem vilja vita meira. En
hún hefði mátt vera betur unnin, meira samræmi og nákvæmni í niður-
skipun efnisins.
Um útlit bókarinnar er það að segja, að brotið finnst mér óhcntugt,
þar sem reikna má með, að svona bók vilji menn taka með sér út í nátt-
úruna og til slikrar notkunar er hún varla heldur nógu sterkleg. Auk
þess finnst mér svartir bókarkilir, sem virðast aðalsmerki sumra islenzkra
bókaútgefenda, alltaf hálfleiðinlegir og líflausir.
Að mínum dómi á Jiessi bók erindi til allra, sem unna villtri, islenzkri
náttúru, og á Almenna bókafélagið þakkir skilið fyrir að hafa komið henni
á framfæri við lesendur.
Eyþór Einarsson.