Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 259
Skírnir
Ritfregnir
235
Eddu, hið síðara úr Hauksbókartexta sama kvæðis. Enginn veit, hvort
réttara er, og vel mega bæði orðin vera afbakanir. 1 bók eins og OM eru
vitanlega ekki tök á að rökræða slik efni, enda ekki hlutverk bóka af
j)ví tæi. Því ber að eftirláta skýringabókum, sögulegum orðbókum eða
sérfræðilegum orðabókum yfir skáldamál fornt þess konar orð. Fræði
menn eru mjög ósammála um skýringu jiessa staðar i Völuspá, og það
er bjarnargreiði við skólafólk — og raunar í andstöðu við Jiá visindalegu
afstöðu, sem skólar ættu að innræta ungu fólki — að fræða það um þessi
oið eins og þau væru auðskilin og vandalaus.
Aðeins skal bætt við nokkrum dæmum um forn skáldamálsorð, sem
samkvæmt Lexicon poeticum eru stakorð, þ. e. koma aðeins einu sinni
fyrir hvert: hreingráinn (aðeins kunnugt úr Ragnarsdrápu Braga Bodda-
sonar, sem raunar er norsk og ort löngu fyrir landnám, ef fornar heim-
ildir greina rétt fró), mœlingur (aðeins í Háttatali Snorra Sturlusonar),
nawágöngull (aðeins í Fófnismálum), nágagl (aðeins í vísu eftir Þórarin
Máhliðing), tárughlýri (aðeins í Guðrúnarhvöt), tírkunnur (aðeins hjá
Einari Skúlasyni). Þessa skrá mætti lengja mikið, en þetta nægir til að
sýna, hvað við er átt.
Þá kem ég að erlendum or'Sum, sem ekki virðast eiga erindi í þessa
bók. Sem dæmi mætti nefna: fábúla (fabúla), fabulera (fabúlera), ferrí-,
ferró- (í sams.), jóSóform, línómít, tarantúla, trías o. s. frv. Sum þessara
orða eru náttúrufræðileg, ef það orð er notað í viðri merkingu, og eru
vafalaust tekin úr kennslubókum inn í orðabókina. Ekki efa ég, að kennslu-
bókahöfundar um sérfræðileg efni gefa fullnægjandi skýringar ó slikum
orðum, svo að skólafólki, sem kennslubækurnar notar, ættu að vera óþarf-
ar venjulegar orðabókaskýringar. Auk þess er hægurinn hjá að flelta
þess konar orðum upp í erlendum orðabókum. Hins vegar leiðir þetta
hugann að því, hvort nauðsynlegt sé að gefa út islenzka „slettubók"
(,,fremmedordbog“). Ég geri við, að margir verði mér sammála um,
að orð af fyrr greindu tæi eigi ekki heima i orðabók af sömu gerð og OM.
Hins vegar mætti miklu fremur um það deila, hvort taka skuli með er-
lend nöfn á ýmsum stefnum, svo sem idealismi, realismi, stalínismi, tító-
ismi, fylgismönnum stefna, t. d. trotskisti, og lýsingarorð af þessari gerð,
t. d. lenínskur. Margt þess konar er samvizkusamlega til tint í orðabókina.
Sum þessara orða eru allalgeng, t. d. stalínismi, önnur sjaldgæf, a. m. k.
i ritmáli, t. d. realismi (raunsœisslefna er miklu venjulegra). Orð af þessu
tæi tel ég fremur eiga heima í „slettubók", ef hennar er talin þörf.
Þriðji orðhópurinn, sem ég tel of fyrirferðarmikinn, er hinn mikli
sægur íslenzkra náttúrufrœSioróa, svo sem nöfn lindýra, skordýra, fugla
o. s. frv. Vitanlega ber nauðsyn til að taka i slika bók allmikið úrval þess
konar orða, en hér virðist flestu hafa verið saman safnað án hliðsjónar
af þvi, hvort tegundir þær, sem nöfnin visa til, eru algengar eða ekki.
Heimildirnar, sem við er stuðzt, hafa langt til eða algerlega verið þurr-
ausnar.