Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 281
Skírnir
Ritfregnir
277
þar sem hlutur hinna lægri plantna í myndun gróðursins er nokkuð fyrir
borð borinn og nokkru meira en yfirleitt er gert í gróðurlýsingum á seinni
árum. En það finnst mér ekki koma svo mjög að sök í bók sem er líklega
fyrst og fremst ætluð almenningi til lestrar, því lægri plönturnar eru
óneitanlega miklu óaðgengilegri fyrir allan þorra manna, sem ekki hefui
smásjár og önnur slik tæki milli handanna.
Höfundurinn gerir greinarmun á orðunum flóra og gróður, og orð-
unum jurt og planta, en i notkun þessara orða rikir leiðindaruglingur hjá
allt of mörgum, sem rita um grasafræði á íslenzku og annaðhvort geta
ekki eða vilja ekki skilja, að það er alls ófært að nota sama fræðiorðið
um fleiri en eitt hugtak. Þarna er ég Steindóri fyllilega sammála. En ég
fæ ekki betur séð en hann ruglist sums staðar í ríminu, t. d. þar sem hann
talar um lægri gróður á bls. 5. Við tölum um æðri og lægri plöntur, en
ef talað er um lægri gróður, hlýtur að vera átt við gróður, sem er lág-
vaxnari en einhver annar.
f inngangi gerir höfundur bókarinnar nokkra grein fyrir visindalegum
rannsóknum á gróðri fslands, og stiklar þar aðeins á stærstu steinunum
eins og hann segir sjélfur.
Næst er kafli um flóru landsins, þar sem sagt er frá tegundafjölda,
útbreiðslu í hinum ýmsu landshlutum, hæðarmörkum tegundanna, gerð-
ur samanburður við flóru nágrannalandanna og rætt um uppruna íslenzku
flórunnar. Orsökina til tegundafæðar hennar telur höfundur, eins og flest-
ir aðrir, einangrun landsins og hinn skamma tima, sem liðinn sé frá lok-
um jökultímans. Mismunandi útbreiðslu tegundanna í einstökum lands-
hlutum rekur hann til ísalda-jökuftimans, eins og áður er getið, og er
ég þar sammála honum að miklu leyti, eins þar sem hann ræðir um upp-
runa íslenzku flórunnar. Þó finnst mér hann stundum ganga fulllangt,
þegar liann ræðir útbreiðslu miðsvæðaplantnanna og hugsanlega jökultíma-
setu þeirra hér á landi, tala með fullmikilli vissu um hluti, sem varla eru
ncma líkur fyrir og verða seint sannaðir. Upplýsingar um útbreiðslu
sumra miðsvæðategundanna eru ekki nógu áreiðanlegar og útbreiðsla enn
annarra ekki nógu vel rannsöknuð.
Um hæðarmörk tegundanna gildir sama máli, þau eru ekki enn nægi-
lega rannsökuð. Samkvæmt óprentuðu handriti mínu, byggðu á eigin
rannsóknum, eru t. d. þær háplöntutegundir, sem hafa fundizt ofan 1000
m hæðar yfir sjó hér á landi um 60, en Steindór telur þær 38.
Þá er stuttur kafli um stöðu íslands í gróðurbeltum jarðarinnar. í þeim
efnum hafa menn ekki alltaf verið sammála og þar verið vaðið úr einum
öfgunum í aðrar. Sumir höfundar hafa álitið, að Island allt bæri að telja
til heimskautalandanna, hvað gróðurfar snertir. Aðrir hafa haldið því
fram, að láglendi Islands tilheyri barrskógabeltinu — þó liér vaxi engir
villtir barrskógar -—, en hálendið heimskautabeltinu. Þessi síðarnefnda
kenning er fremur ný af nálinni, og aðhyllist Steindór Steindórsson hana.
Enn aðrir, þar á meðal undirritaður, hallast frekar að því, að islenzka