Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 102
100
Einar Bjarnason
Skírnir
veiting, eins og áður er sagt, gefur ekkert undir fótinn með
að dæturnar séu enn ógiftar og getur því ártal Skarðsárann-
áls vel verið rétt og er mjög sennilegt.1)
1 nafnaskránni við 5. bindi fornbréfasafnsins er sú „hústrú
Margrét“, sem nefnd er í Silfrastaðamáldaga frá 1471, talin
vera Margrét Vigfúsdóttir, og er það rétt, eftir því sem síð-
ar segir.
Kaupang í Eyjafirði átti Margrét. Kirkjan þar brann, og
lofaði Margrét að gera hana upp. 1 máldaga kirkjunnar stend-
ur: „ . . . Reiknaðist í porcio um xx og eitt ár xii hundruð
og hálf mörk betur meðan hústrú Margrét hélt jörðina.“ Er
þá líklega talið til ársins 1468, með því að máldaginn segir
enn: „Anno domini m cd lxx viij (?) tíund kirkjuhluti á því
ári xij aurar reiknaðist uppá x ár eftir það fyrri reikningur
var gjör vj hundruð. Hefur hústrú Margrét látið gjöra upp
kirkjuna i Kaupangi o. s. frv. . ..“, og er talinn fjöldi gjafa
Margrétar til hennar. Enn segir máldaginn: „Anno domini
m. cd xc primo reiknaðist kirkjutíund uppá xviij ár þá Páll
bóndi gjörði reikning eftir húsfrú Margrétu framfarna xiij
hundruð.“2) Af þessu sést, að Margrét er látin 1491.
Margrét hefur verið gjöful til kirkna. 1 máldaga Möðru-
vallakirkju í Eyjafirði, frá svipuðum tíma sem hinir fyrr-
nefndu máldagar eru, segir m. a. svo: „Reiknaðist um xvi
ár, er hústrú Margrét hélt Möðruvöllu síðan biskup Gottskálk
visiteraði etc. . ..“. „Lúkti hústrú Margrét fyrir þetta porcio
kirkjunni á Möðruvöllum brík með alabastrum forgyllt ...
(og er hér talinn fjöldi kirkjugripa) .. . Var hústrú Margrét
kvitt í porcionem um fyrrnefnd xvi ár. Stár bréfið fyrir sig
stöðugt biskups Gottskálks við ið gamla porcio.“ „Anno do-
mini m cd lxx primo. Tíund kirkjuhluti á því ári hálft ann-
að hundrað. Reiknaðist aftur af þeim penningum, sem stend-
ur í því bréfi, sem hústrú Margréta hefir upp á, að kirkjan
er henni skyldug, xv hundruð upp á x ár síðan inn fyrri
reikningur var gjör.“ 3)
Ann, I, 65.
2) D.I. V, 302.
2) S. st., 308.