Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 261
Skírnir
Ritfregnir
257
vart, ef skýringar eru athugaSar, enda eru þær erfiðasta verkefni hvers
orðabókarhöfundar og það, sem mestrar nærfærni krefst.
Sú stefna, sem virðist hafa verið mörkuð um skýringamar, er meira
en lítið hæpin. Það er engum til gagns að skýra með langri klausu aðal-
merkingu orðsins mœSur. Hér var nægilegt að segja dýrategundin homo
sapiens og tilgreina síðan eitt dæmi, þar sem merking orðsins kæmi
greinilega fram. Hér hefði mátt mikið læra af erlendum orðabókum, ætl-
uðum almenningi. Margar skýringanna eru vitanlega vel gerðar. En að
öðru leyti má segja, að einkenni alltof margra skýringanna sé skerpuleysi
í hugsun og klaufaskapur í framsetningu. Oft er eins og hringsólað sé
í kringum merkingarnar, án þess að komizt sé að kjamanum. Ég get að-
eins tekið fá dæmi til þess að sýna, við hvað ég á.
Káljsfótur er þýtt „fótur af kálfi“ og rófubein „bein úr rófu“. Ókunn-
ugur skyldi ætla, að fótur á kálfi héti alls ekki kálfsfótur og bein í rófu
alls ekki rófubein. Enn fáránlegri verður skýringin á orðinu rófubein,
ef þess er gætt, að talað er um rófubein í manni og sagt, að menn rófu-
brotni og rófubeinsbrotni. 1 OM er rófa sagt merkja „skott (einkum á
hundum og köttum)“, en þess ekki getið, að í liffærafræði er rófa notað
í miklu víðari merkingu en í daglegu tali. Þessi víðari merking kemur
einnig greinilega í ljós í sögninni rófubrotna, sem ekki kemur fyrir í
bókinni.
Svipaður skortur á nákvæmni kemur fram í þýðingu orðanna leikari
og leikkona. Leikari er sagt merkja „leikandi, maður, sem tekur þátt í
flutningi leikrits" og leikkona „kona, sem tekur þátt í flutningi leikrits".
Það verður ekki sagt, að þessar skýringar séu rangar, því að orðin em
stundum notuð í þessari merkingu. En skýringarnar em ekki fullnægj-
andi, því að ekki verður séð á þeim, að orðin eru nú algeng atvinnuheiti.
Fyrsta þýðing orðsins kostur er „úrræði“, og ekki skal því neitað, að
í sumum tilvikum hefir orðið þá merkingu. Hins vegar getur kostur
einnig merkt „möguleiki" bæði í þeim samböndum, sem rakin em undir
merkingunni „úrræði" og „tækifæri". Hér — eins og víðar — hefir ver-
ið farið eftir Blöndalsbók og aðeins tekin íslenzk þýðing Blöndals. En undir
merkingunni „tækifæri" hefir Blöndal dönsku þýðingarnar „Lejlighed,
Chance, Mulighed". Og það er öllum kunnugt, sem eitthvað þekkja til
Blöndalsbókar, að dönsku þýðingarnar em miklu nákvæmari en islenzku
skýringarnar, enda var þeirri bók ætlað það hlutverk að vera íslenzk-dönsk
orðabók, en ekki íslenzk-íslenzk. Af þeim sökum er engan veginn nægi-
legt að taka upp hinar íslenzku skýringar Blöndals. Þær segja ekki nema
hálfan sannleikann og stundum tæplega það.
Landskeppni er sagt merkja „keppni fyrir land allt“, og sú merking
er til og bókfest. 1 OM er þess hins vegar ekki getið, að orðið merkir
einnig „millilandakeppni“. Hefi ég séð þá merkingu í íþróttafréttum og
iþróttaauglýsingum á þessu sumri. Að vísu er landsleikur algengara, að
17