Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 253
Skírair
Ritfregnir
249
En nú er bezt að snúa sér að þessari bók, eins og hún er, og sýta það
ekki lengur, að hún á það sameiginlegt með flestum öðrum orðabókum,
að hún hefði getað verið miklu stærri, ef næg fjárráð hefðu verið, nægur
mannafli, nægur tími o. s. frv.
Dönsku þýðingarnar hefi ég lesið heldur lauslega, en að svo miklu
leyti sem ég má um þær dæma, held ég, að þær séu yfirleitt vel gerðar.
Stöku þýðingar kunna auðvitað að orka tvímælis, og sums staðar koma
ekki allar merkingar orðsins til skila, en fáar þýðingar hygg ég vera bein-
linis rangar. Ég nefni hér nokkur orð, sem ég hefi hnotið um þýðingar á.
aldurúli var áður komið í Bl. og þýtt með ‘Dod’. Nú er bætt við þýð-
ingunni ‘dodsársag’ og siðan setningunni hváS varð honum aS aldurtila?
Við segjum vist aldrei hvaS varS honum aS dauSa? Þess vegna hefir virzt
ónóg að þýða aldurtili með ‘Dod’; í þessu sambandi virðist það merkja
eitthvað annað en ‘dauði’. En getur það verið ‘dodsársag’? Það cr hægt
að segja hvaS varS honum aS bana, fjörtjóni eða aldurtila? Allt er sömu
merkingar. Það má líka segja hvaS varS honum .aS meini? þar sem mein
merkir því sem næst ‘skaði’ (sbr. þýðingu Bl.: verSa e-m aS meini, volde
en Skade, Men). En þó að við getum sagt hváS varS horuim aS bana? og
hvaS varS honum aS meini? segir enginn maður hvaS varS honum aS
banameini? einmitt vegna þess að banamein merkir ‘dodsársag’ (sbr. Bl.),
en ekki sama og aldurtili. Orðið aldurtili hefir þá hvorki merkinguna
‘dauði’ né ‘banamein’. Það merkir ‘fjörtjón, missir lífs, endalok lífs’. Ég
held því, að þýðingin ‘dodsársag’ komi ekki til greina, en það má vel
vera, að danska orðið dod nái réttu merkingunni. Um það skal ég ekki
dæma. Hvað sem því líður, var ekkert á móti því að taka upp í viðbæti
setninguna hváS varS honum aS aldurtila? — Að lokum má benda á það,
að allt eins hefði átt að taka í viðbæti orðin bani og fjörtjón í merking-
unni ‘dodsársag’, ef sú þýðing hefði verið rétt á aldurtila, en það var
ekki gert, sem betur fer.
kaldur. Hér er bætt við: „(pop.) fræk, som ikke viger tilbage for n-t“
En þá vantar merkinguna ‘hugaður, (fífl)djarfur’, sem mér finnst vera
enn algengari. Viðhorf til merkingar þessa orðs er e. t. v. eitthvað mis-
munandi eftir kynslóðum.
lœrdómsöld er þýtt með ‘den lærde tid’, en þess hefði þurft að geta,
að það er sérstaklega haft um timabilið 1550—1750 (h. u. b.) í ísl. bók-
menntasögu, sbr. skýringuna við orðið miSöld.
ráptuSra er þýtt með ‘dametaske’, og er sú merking útbreidd í Reykja-
vík a. m. k. En á Akureyri merkti þetta orð ‘innkaupataska’. Ég hefi tal-
að við fólk þaðan og víðar að af landinu, scm þekkir ekki aðra merk-
ingu í orðinu.
rúntur í merkingunni „strogrunde" er ekki bundinn við Reykjavik.
Hann er líka til á Akureyri og jafnvel á Siglufirði og e. t. v. víðar.
skotvindur er þýtt með ‘jetudblæsning’. Hér er um misskilning að ræða,
sem reyndar er ofureðlilegur og mun eiga rætur að rekja til NýyrSa IV,