Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 86
84
Einar Bjarnason
Skírnir
era ívars hólms, segir þar og einnig, að Bjami hafi lýst þessa
hók fyrsta, en hann hafi búið á Meðalfelli í Kjós suður.
Hér er fvar faðir Bjarna nefndur með viðurnefninu „hólm-
ur“, svo sem fyrr er getið. f einu merkilegu atriði skeikar
þó klausunni. Konungurinn yfir Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku, sem þá var Kristján I., er þar nefndur Kristófer, en
ekki Kristján. Sú skýring er þó gefin neðanmáls í fornbréfa-
safninu, að talið sé, að Kristján I. konungur hafi einnig heit-
ið Christofferus.1)
Ormur Bjarnason.
20. maí 1482 gekk á Þorkelshóli í Víðidal dómur um það,
hver vera skyldi umboðsmaður Orms Bjamasonar. Til um-
boða kölluðu síra Guðmundur Skúlason, Árni Þorleifsson og
Páll Brandsson vegna konu sinnar, Ingibjargar Þorvarðar-
dóttur. í dómnum segir, að „hústrú Margrét Vigfúsdóttir
hafði áður í setzt og að sér tekið og dóm fyrir lagt eftir dandi-
manna gjörð og samþykkt“. Dómsmenn komast að þeirri nið-
urstöðu, að „sakir þess, að oss leizt erfingi Orms engi halda
mega umboðið eður þeir, er þar næstir standa í erfðatali og
öngvan þann nánara, er fullar vörzlur og borgun hefði fyrr
en Ingibjörg Þorvarðardóttir og Guðríður systir hennar. Því
dæmdum vér áður nefndir dómsmenn Pál Brandsson og Er-
lend Erlendsson bændur fyrrgreindra kvenna löglega umboðs-
menn þráttnefnds Orms Bjarnasonar“.2)
Það segir ekki í dómnum, hverjir vom foreldrar Orms þessa,
en það kemur í ljós í öðrum heimildum og er auðvitað eng-
um blöðum um það að fletta. Hann var sonur Sophíu Lofts-
dóttur ríka Guttormssonar og síðara manns hennar, Bjama
Ivarssonar. Margrét Vigfúsdóttir, föðurföðursystir Orms, hafði
fyrst tekið að sér umboðið. Hún var ekkja Þorvarðar Lofts-
sonar, móðurbróður Orms.
O D.I. V, 728—729. Skýringin neðanmáls í fombréfasafninu þykir
mér langsótt. Þótt það komi ekki efni þessarar greinar við, má geta J>ess,
að líklegra sé, að skrifarinn hafi óvart skrifað nafnið „Kristófer" í stað
t. d. „Kristian“ eða „Kristiern", enda var Kristófer næstur á undan Krist-
jáni I. í konungaröðinni.
O D.I. VI, 436—438.