Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 273
Skírnir
Ritfregnir
269
á bezta aldri. Til allrar hamingju hafði honum auðnazt að ljúka hindi
sinu af Kanadasögunni, en hún varð því miður hans síðasta verk. Dr.
Tryggvi var lærður og mikils metinn vísindamaður í sérgrein sinni, svo
sem þegar má ráða af því, að honum var falið það vandaverk að semja
fyrsta bindi hinnar miklu Kanadasögu, en það fjallar fyrst og fremst um
forsögu landsins, þar sem ritheimildir eru aðeins fáar og strjálar og eng-
ar innlendar. Margra ára rannsóknir á því efni og umhugsun um það
ásamt þekkingu hans á islenzkum söguheimildum gerðu hann öðrum frem-
ur hæfan til að leysa verkið af hendi.
Það hefir lengi verið einn af leyndardómum sögunnar, hver orðið hafi
örlög Grænlendinga hinna fornu, úflytjendanna fró Islandi í lok 10. ald-
ar, er hófu nýtt landnám á Grænlandi og stofnuðu fyrsta þjóðfélag ev-
rópskra manna i Vesturálfu. Lengstum hefir það verið ætlun manna, að
norræni kynstofninn á Grænlandi hafi dáið út einhvern tíma ó tímabil-
inu frá 15. öld til 17. aldar, og er bent á margar orsakir, sérstakar eða
samvirkar: aS „Eskimóar" hafi útrýmt norræna kynstofninum eða leifum
hans, aS drepsótt hafi stráfellt hann, aS kólnandi loftslag hafi gert landið
óbyggilegt, aS siglingateppa og einangrun hafi firrt fólkið öllum bjarg-
ráðum og aS hungur og skortur hafi loks riðið því að fullu. Eg hirði
ekki að telja fleira. Próf. Tryggvi J. Oleson kemst að allt annarri niður-
stöðu. Hann telur, að Grænlendingar hinir fornu hafi runnið saman við
frumstæðan þjóðflokk, svokallaða Dorset-„eskimóa“, sem þeir hittu fyrir
bæði á Grænlandi og á íshafsströndum Kanada og eyjunum þar fyrir
norðan. Það var þessi þjóðflokkur, sem Islendingar kölluðu Skrælingja
(likl. dregið af skrá = skinn). Samruni þessara ólíku þjóðflokka gerðist
á löngum tíma og svo að kalla ómeðvitað, jafnframt því sem Grænlend-
ingar sóttu lengra og lengra norður og vestur á bóginn í leit að veiði-
svæðum og hittu fyrir sér fleiri og íleiri aðsetur Skrælingja. I Norður-
setu og öðrum útverum við íshafið höfðu Grænlendingar ekki konur sín-
ar með sér og tóku að búa við Skrælingjakonur. Málið lærðu börnin
af mæðrum sinum og því týndist norræn tunga með öllu ó þessu svæði.
Afkomendur norrænna manna og Skrælingja eru hinir svonefndu Thule-
eskimóar, sem nú á dögum byggja Grænland og íshafssvæði Kanada.
Menning þeirra er tvíþætt í eðli, eins og að líkum lætur, steinaldar- og
jámaldarmenning í senn. Steinaldarmenninguna hafa þeir fengið að erfð-
um frá Skrælingjum, en járnaldarmenninguna frá norræna kynstofn-
inum. Hjá Thule-eskimóunum er þetta einkennilega saman tvinnað og
á ekki sinn líka nú á dögum.
Þessi kenning er ekki ný hjá próf. Tryggva. Eins og hann tekur fram,
hefir dr. Jón Dúason haldið henni fram áður og rökstutt á marga vegu
í riti sínu um Landnám og landkönnun, sem áður er nefnt, og raunar
víðar. En próf. Tryggvi hefir með nýjum rannsóknum og athugunum léð
kenningunni öflugan stuðning, m. a. með rækilegri athugun heimildar-
rita um þetta efni, sem birt hafa verið síðan rit dr. Jóns kom út.