Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 28
20 Sigíús Haukur Andrésson Skirnir
inu stuðning, bæði í prédikunum sínum og á annan hátt.
Til frekari áherzlu sendi hann sjálfur 10 ríkisdala framlag
og lofaði auk þess tvennum verðlaunum, 10 og 5 ríkisdölum,
til þeirra tveggja, sem sköruðu mest og næstmest fram úr í
hjálpsemi við þurfandi fólk í 4 nyrztu hreppum sýslunnar
um veturinn og á komandi vori. Enn fremur óskaði amt-
maður, að sér yrðu gefnar rækilegar upplýsingar um alla
aðra, sem bæru af við að hjálpa nauðstöddum, þar eð hann
ætlaði að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnardeildar á þeim,
sem myndi svo væntanlega mæla með því við konung, að
þeim yrði veitt einhver viðurkenning. Nokkru síðar vakti
hann athygli annarra sýslumanna amtsins á þessum tillög-
um sínum, ef þeir kynnu að telja þörf á svipuðum ráðstöf-
unum í sýslum sínum.
Þórður sýslumaður skrifaði síðan prestum og hreppstjórum
sýslunnar og skýrði þeim frá þessum og fleiri tillögum, sem
amtmaður mun hafa gert í öðrum bréfum, meðal annars að
bjargarlaust fólk legði sér heldur hrossakjöt til munns en
deyja úr hungri ásamt börnum sínum og hjúum. Hrossa-
kjötsát þótti hin mesta hneisa svo sem kunnugt er, en þó
kemur það fram í öðru bréfi Þórðar og að minnsta kosti í
einu bréfi Ólafs stiftamtmanns frá þessum árum, að ýmsir
slátruðu hrossum sér til bjargar þrátt fyrir alla hleypidóma.
Tilmæli þeirra Stefáns og Þórðar um samskot virðast hafa
fengið heldur daufar undirtektir eftir þeim svörum að dæma,
sem varðveitt eru. Töldu menn sig yfirleitt lítt aflögufæra
eftir hin langvinnu harðindi, allra sízt að miðla íbúum ann-
arra hreppa, og þetta viðurkenndi Þórður sýslumaður. Þessi
viðleitni hcfir þó vafalaust orðið ýmsum betur megandi hvatn-
ing til að rétta bágstöddu fólki hjálparhönd og skjóta skjóls-
húsi yfir þá, sem lentu á vergangi. Þórður fullyrti líka sum-
arið eftir í bréfi til amtmanns, að hjálpsemi þeirra, sem helzt
voru aflögufærir, bæði í sjálfri Þingeyjarsýslu og Eyjafjarð-
arsýslu og Múlasýslum, hefði orðið mörgu af þessu fólki til
bjargar. Vafalaust bjargaði það og lífi fjölmargra þar nyrðra,
að tvo hvali rak sumarið 1803, annan við Sléttu og hinn við
Langanes.18