Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 114
112
Richard Beck
Skímli
bergs-Heimskringlu l.ágúst í fyrra. Fer frú Lára þar þess-
um orðum um sönginn og hátíðarguðsþjónustuna:
Söngurinn, sem ég hafði æft, gekk betur en ég hafði bú-
ist við, ekki mér að þakka samt, heldur því hvað Islend-
ingar eru af náttúrunni sönggefnir. Þessi hátíðarstund
var kyrrlát og fór vel fram, og alvörusvipur var yfir bæði
Islendingum og Norðmönnum.
Séra Páll Þorláksson, er var einn ræðumanna, eins og fyrr
getur, ritaði einnig grein um hátíðina fyrir Norðanfara (jan.
1875) og lýkur máli sínu með þessum orðum:
Allt fór vel og sómasamlega fram á þessum hátíðarfundi
enda fóru allir ánægðir af honum og munu lengi minn-
ast þeirrar hátíðar, sem nokkrum fslendingum auðnaðist
að halda í Milwaukee í Vinlandi í minningu 1000 ára
byggingar fslands, fósturjarðar sinnar, er forðum átti þá
sonu, er að rjettu ber heiður sá, að hafa fyrst fundið þetta
auðuga og viðlenda ríki.
Með lokaorðum sínum á séra Páll vitanlega við Vínlands-
fund Leifs Eiríkssonar sérstaklega.
Óhætt má því fullyrða, að þessi þjóðhátíð íslendinga i Mil-
waukee fyrir 90 árum hafi farið fram með myndarskap og
mikilli prýði og verið sjálfum þeim og íslandi til sæmdar.
Var hátíðarinnar einnig ítarlega getið í blaði borgarinnar,
The Milwaukee Sentinel.
En þvi hefi ég dvalið við þessa þjóðhátíð íslendinga vestur
í Milwaukee 2. ágúst 1874, að hún á í rauninni þrefalt sögu-
legt gildi og markar um leið hin merkilegustu byrjunarspor
í trúarlegri, þjóðræknislegri og félagslegri sögu íslendinga
vestan hafs. Guðsþjónustan, sem haldin var þar, var fyrsta
íslenzka guðsþjónustan í Vesturheimi. Segja má þvi, eins og
ég hefi áður orðað það annars staðar, að vagga vestur-ís-
lenzkrar kirkjulegrar starfsemi, í guðsþjónustuformi, hafi
staðið þar í borg, því að kristnisaga Vestur-íslendinga hefst
með þeirri hátiðarguðsþjónustu, eins og séra Guttormur Gutt-
ormsson komst eitt sinn heppilega og réttilega að orði í er-
indi um séra Jón Bjarnason. Ári síðar hófst islenzk safnaðar-
starfsemi vestan hafs, er hefir, með ýmsum hætti, verið hald-