Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 150
148
Ölafur Halldórsson
Skimir
Tvisvar sinnum skrifar Ásgeir samsett orð í einu orði í
spássíugreinunum, en í tveimur í 332, tvisvar stóran staf í sér-
nafni, en lítinn í 332. Eitt orð er skrifað með o í endingu
bæði í spássíugreinunum og 332 (ámo 473), tvö með u
(kendu 4614 og jofun 4615) og einu sinni / í endingu í 332
í stað i í spássíugrein. f báðum stöðum er lld í helld (26117)
og Raugvalldz (5311), en búið er við að nafnið hafi ver-
ið skammstafað í Cod. Ac., t. d. Raugv’ Spássíugreinarnar
eru um sumt nákvæmari en 332: í Cod. Ac. hefur vafalaust
verið á í áimo (473), langt v (insulœrt) í þyigit (481), og
væntanlega víðar, og q í (qIí (485). Af þessu má ráða að
Ásgeiri hafi einungis verið falið að skrifa upp texta skinn-
bókarinnar sem nákvæmlegast, en ekki að líkja eftir staf-
setningu hennar eða stafagerð.
XI
Sérstök ástæða er til að benda á að spássíugreinum þessum
og 332 ber saman um ritháttinn ori (4317) og angr (4313, o á
báðum stöðum með lykkju undir), og má þá telja öruggt að
þannig hafi þessi orð verið skrifuð í Cod. Ac. Ennfremur er
augljóst að i skinnbókinni hefur staðið fqli (485), en Ásgeir
hefur gleymt að setja lykkjuna undir o þegar hann skrif-
aði 332. Þetta orð er í Þorfinnsdrápu Arnórs jarlaskálds, v.
85, en sú vísa er einungis varðveitt í 332 og Flateyjarbók;
helzti mismunur á texta þeirra er í 5. vísuorði, sem í Cod. Ac.
hefur verið (ef treysta má 332 og spássíugrein í 48) ‘gol aþr
grams menn íqIí’, en er í Flat. ‘gall adr grams menn fellu’.19)
Sigurður Nordal hefur í útgáfu sinni haft hliðsjón af texta
Finns Jónssonar í Skjaldedigtningen Ib og prentað síðari
vísuhelminginn þannig:
‘Gall, áðr, grams menn, fellu,
gunnmár of her sárum,
hann vá sigr fyr sunnan
Sandvík, ruðu branda’.
19) 1 Christiania-útgáfunni er felli mislestur fyrir fellu, sem stendur
í skinnbókinni; í Skjaldedigtningen hefur Finnur Jónsson farið eftir út
gáfunni.