Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 111
Skirnir Níutíu ára afmæli vesturísl. þjóðræknisstarfsemi 109
En það liggur utan vébanda þessa erindis að rekja þá sögu
lengra, þótt heillandi væri og fróðlegt um margt.
Hitt fór að vonum, að sú hrifningaralda, er fór sem eldur
um hugi og hjörtu Islendinga heima fyrir, lét eigi ósnortna
þá fslendinga, sem þá áttu dvöl utan ættjarðarstranda, og
tekur það sérstaklega til þeirra fslendinga, sem þá höfðu
flutzt búferlum vestur um haf.
Aðalbækistöð þeirra um þessar mundir var í Milwaukee-
borg í Wisconsin. Ekki var þó stór hópur þeirra þar í borg,
eitthvað um 70 talsins, en þeim logaði glatt í brjósti ástin
og ræktarsemin til ættjarðarinnar, og minnugir þúsund ára
afmælis íslands byggðar efndu þeir til sérstaks hátíðarhalds af
því tilefni í Milwaukee-borg 2. ágúst 1874. En þótt ekki væri
margmenninu þar til að dreifa, var mannval gott í þeim
íslendingahópi, og skorti þar því eigi árvaka og þjóðrækna
forystumenn, en meðal þeirra voru þeir séra Jón Bjarnason
og Jón Ólafsson ritstjóri, að öðrum ótöldum, er síðar urðu
hinir mestu áhrifamenn í félagsmálum og andlegu lífi ís-
lendinga vestan hafs.
Eins og gert var hér heima þjóðhátíðarárið, hófst þjóðhá-
tíð íslendinga í Milwaukee með guðsþjónustu, sem haldin
var í norskri kirkju þar í borg. Stjórnaði séra Jón guðsþjón-
ustunni, en hann hafði komið vestur um árið áður, var
kennari við menntaskóla Norðmanna, Luther College, í De-
corah, Iowa, en dvaldist í Milwaukee yfir sumarmánuðina,
ásamt konu sinni, frú Láru Bjarnason, er var, eins og kunn-
ugt er, ein af dætrum Péturs Guðjohnsens, söngfrömuðarins
þjóðkunna.
Að lokinni guðsþjónustunni fór fram skrúðganga, og lýsir
séra Jón henni meðal annars á þessa leið í fréttabréfi, er
hann skrifaði séra Matthíasi Jochumssyni, þáverandi ritstjóra
ÞjöSólfs, og var birt í blaðinu í nóv. 1874 og febrúar 1875:
Eptir messu söfnuðust landar saman fyrir kirkjudyrum
og gengu þaðan í prósessíu, tveir og tveir samsíða, út
fyrir bæ æðilangan veg, þar til staðar var numið í gras-
garði miklum með skógarunnum í og lundum á milli.
Þeir tveir karlmenn, er í broddi fylkingar gengu, báru