Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 127
Skimir
Níutiu éra afmæli vesturísl. þjóðræknisstarfsemi
123
les ritið frá byrjun, eins og ég hefi gert nýlega, mun fljótt
sannfærast um, að þar kennir margra grasa og góðra, að rit-
ið er bæði fræðandi og menntandi, hefir flutt bæði laust mál
og stuðlað, og vel til efnisins vandað. Fjölskrúðug er einnig
sú mynd, sem brugðið er upp í ritinu af vestur-íslenzkum
bókmenntum og menningarlífi, hvort heldur er í ritgerðun-
um, sögunum eða kvæðunum. 1 sambandi við útgáfumál
félagsins sæmir vel að geta þess, að það hefir mörg hin síð-
ari ár lagt allríflegan styrk til vestur-íslenzku vikublaðanna,
meðan þau voru tvö, og haldið þeirri styrkveitingu áfram,
síðan blöðin sameinuðust undir heitinu Lögberg-Heimskringla.
Ekki getur þarfara eða ágætara þjóðræknisverk heldur en
slíkan stuðning félagsins við hið íslenzka vikublað vort vest-
an hafsins, því að það blað er líftaugin í allri þjóðræknis-
legri og félagslegri viðleitni vor íslendinga þar í álfu, sam-
einingarafl vor á meðal innbyrðis og brúin yfir álana milli
vor og ættþjóðarinnar. Sú tengitaug vor í milli fslendinga
austan hafs og vestan má aldrei slitna.
Annars er blaða- og tímaritaútgáfa Vestur-fslendinga og
bókaútgáfa þeirra vitanlega meginþáttur í aflri þjóðræknis-
og menningarviðleitni þeirra. En sú saga verður ekki rakin
hér, en vísa má þeim, er um það efni kunna að vilja fræð-
ast, til ritgerðar dr. Rögnvaids Péturssonar ÞjóSrœknissamtök
Islendinga í Vesturheimi í Tímariti ÞjóSrœknisfélagsins, og
til ritgerðar minnar BókmenntaiSja Islendinga í Vesturheimi
í EimreiSinni. En eitt merkilegt dæmi skal þó nefnt um djúp-
stæða bókmenntatilhneigingu Vestur-íslendinga.
Fyrstu innflytjendurnir íslenzku komu tii Nýja-íslands
21. okt. 1875, en tæpum tveim árum síðar höfðu þeir, þrátt
fyrir fámenni og fátækt, komið sér upp prentsmiðju og blaði.
Það var Framfari, fyrsta íslenzkt blað í Vesturheimi, og kom
fyrsta tölublaðið út í september 1877, Um það fer dr. Björn
B. Jónsson, einn af merkustu og kunnustu sonum byggðar-
innar, þessum orðum: „Prentsmiðjan og blaðið eru óræk
sönnunarmerki þess, að án bókmennta fær íslenzk sál ekki
lífi haldið. Án bókmennta gátu nýlendumenn ekki unað æfi
sinni ári lengur.“