Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 107
Skírnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
105
en síSan Sæmund son Jóns langs í Hafrafellstungu Finnboga-
sonar, og Þorvarður á Eiðum. Margt helzta höfðingjafólk 16.
og 17. aldar er af Margréti Vigfúsdóttur komið.
IlólmfriÖur Vigfúsdóttir.
Guðmundur Ivarsson og Egill Jónsson votta það 15. maí
1475 í Gufunesi við Sund, svo sem fyrr segir, að þeir voru
viðstaddir þegar Margrét Vigfúsdóttir byggði Hermanni Laf-
ranzsyni jarðir í Noregi, og skyldi hann hafa jarðirnar leigu-
lausar í 3 ár „í þá peninga, sem hústrú Hólmfríð, hennar syst-
ir, varð greindum Hermann skyldug í sín þjónustulaun14.1)
Af þessum orðum bréfsins má ráða það, að Hólmfríður
hafi gifzt og erft m. a. jarðir í Noregi, hvort sem maður henn-
ar hefur verið norskur eða islenzkur. Sennilega hefur hún
engin skilgetin börn átt, sem lifðu hana, með því að þau, en
ekki Margrét, hefðu þá átt að greiða skuldir hennar við Her-
mann. Þó sker það ekki úr um börn Hólmfríðar, og bréf frá
10. april 1467, gert á Horni í Rygjafylki í Noregi, er skýrir
frá því, að Margrét Vigfúsdóttir hafi erft Rögnu móðursystur
sína, sker heldur ekki úr um það atriði, með því að börn
Hólmfríðar erfðu ekki Rögnu, ef móðir þeirra var látin á
undan henni.
Hólmfríður þessi var dóttir Vigfúsar hirðstjóra ívarssonar,
hin sama, sem nefnd er Ulfrida í Canterbury.
J) D.I. V, 783.
Skammstaf anir.
Isl. Ann. = Islandske Annaler indtil 1578, udg. ved dr. Gustav Storm,
Christiania 1888.
Bisk. = Biskupasögur, Islendingasagnaútgáfan I.—III. b., Akureyri 1953.
Sturl. = Sturlungasaga I.-IV. b., Beykjavík 1908.
Land. = Landnámahók Islands, Helgafell, Reykjavik 1948.
D.I. = Islenzkt fombréfasafn.
Isl. æviskr. = Páll Eggert Ölason: Islenzkar æviskrár.
Sýslum.æfir = Bogi Benediktsson: Sýslumannaæfir.
Safn = Safn til sögu Islands og íslenzkra bókmennta.
Ann. = Annálar 1400—1800. tJtg. af Hinu ísl. bókmenntafélagi.