Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 255
Skirnir
Ritfregnir
251
gengara. Ég vandist því í æsku, að geim í brits væri kallað [&jei:inj.
Þann framburð heyrði ég mjög oft af vörum (roskins) alþýðufólks. Það
sagði ekki [g-ei:m].
Þá langar mig til að víkja að samdráttarmyndunum af dálítill og svo-
litill. Orðmyndin dáltiS var tekin upp í Bl. og sýndur tvenns konar fram-
burður, }). e. [cjaultið] og [cjauldið], en siðari framburðinn væri raunar
eðlilegra að tákna i venjulegri stafsetningu með dáldiS. Liklegast er það
ástæðan fyrir því, að sú mynd er nú tekin upp í viðbæti, þótt hún hafi
verið komin áður sem framburðarmynd. En dáltiS hefir eftir sem áður
tvenns konar framburð, þann, sem Bl. nefndi fyrr, og auk þess [cjaulthiðj,
sem hvergi kemur fram. Um það verða höfundar viðbætis auðvitað ekki
sakaðir, en hitt þykir mér kynlegt, að þeir skyldu binda sig við hvorug-
kynið. Hvers vegna voru ekki teknar karlkynsmyndimar dáldill og dáltill
eins og af öðrum lýsingarorðum, sem til em i öllum kynjum?
Orðmyndirnar soldill og soltill vom ekki í Bl., en nú hefir hin fyrri
verið tekin upp í viðbæti, en hin síðari ekki, hvað sem veldur.
Ritstjórar taka fram í formála sínum (bls. VII), að fylgt sé „núgild-
andi stafsetningu islenzkri á uppflettiorðum. Af því leiddi, að raða varð
saman e og é, þar sem orðabók Blöndals hefur e og je, og er sú ein breyt-
ing frá stafrófsröð Blöndals“. — Sumt finnst mér þó orka tvimælis í staf-
setningu uppflettiorða, og skal ég nú nefna hið helzta af því.
Akraneskartöjlur hefði ég viljað hafa með tveimur s-um (Akraness-).
Mér er ekki ljóst, hvers vegna ritað er je t. d. í sovjet og andbolsjevískur,
en é í béans og séns eða sitt á hvað -iskur og -ískur, t. d. anarkistiskur,
sósíaliskur, sósíalistiskur, en hins vegar kommúnistískur, nazistískur sósíal-
demókratískur. Eðlilegra finnst mér að skrifa kardimomma heldur en
kardemomma. Enn fremur finnst mér fara betur ó að skrifa bisnis eða
bisnes heldur en bis(s)niss, bissness. Loks virðast mér hæpin rök fyrir
þvi að skrifa z í tökuorðunum inflúenza, lazzaróni og ríkiskanzlari. Svo
er að sjá sem höf. hafi verið á báðum áttum um þetta atriði, því að orðin
bertsín og nasismi eru tekin upp bæði með s og z, en þó sitt með hvom
móti, hið fyrra: bensín (benzín) og, sem liður í samsetningu, bensin-, hið
siðara: nnzismi, nasismi, hins vegar nazistiskur og ekkert annað. Loks má
geta þess, að skrifað er djass og jass (eingöngu með í-i). 1 öllum þessum
orðum hefði ég kosið að hafa s einvörðungu.
Misjafnt er það í orðabókum, hvaða reglum er fylgt við að skipa orð-
um í greinar, og fer það vitanlega eftir eðli orðabókanna sjálfra að miklu
leyti, en fleira kemur til, og það skiptir býsna miklu máli, að þetta atriði
sé afgreitt af reglusemi og smekkvisi bæði vegna notagildis bókarinnar
og yfirbragðs. Þetta hefir komið af sjálfu sér i þessari bók, þvi að einsýnt
var að fylgja sömu reglum og í Bl. Þar gætir að visu lítils háttar ósam-
kvæmni i þessu efni, og eins er hér í viðbæti. Ég býst ekki við, að það
komi að sök, en ég get ekki sagt, að mér finnist það til bóta. T. d. stendur