Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 17
Skirnir
Harðindi á íslandi 1800—1803
15
skipalægi borgarinnar og flotann þá um vorið. Bárust fregnir
til fslands um árásina með póstskipinu, sem kom ekki til
Hafnarfjarðar, þar sem það hafði jafnan bækistöð, fyrr en
8. júlí, og var það þó fyrst skipa til landsins þetta sumar.
Matvörur og aðrar nauðsynjar í verzlununum voru þá ýmist
alveg þrotnar eða að þrotum komnar, og á eina liöfn amts-
ins, Skagaströnd, hafði ekkert skip komið árið áður. Horf-
urnar voru því á allan hátt ískyggilegar, þar eð sumarið var
líka síður en svo hagstætt landbúnaðinum, enda þótt sjávar-
afli væri raunar víða góður.
Landsmenn voru eðlilega ærið áhyggjufullir um alla af-
komu sina eins og nú stóðu sakir. Kemur það raunar mjög
fram í bréfum Stefáns Þórarinssonar og þó enn meira í bréf-
um Ólafs Stefánssonar til rentukammersins. f bréfi sínu 17.
júní, sem vitnað er í hér að framan, segir stiftamtmaður
eftir að hafa skýrt frá fjárfellinum, að þar við bætist að haf-
ís sé við Norðurland og Vestfirði, svo að kaupskipin muni
ekki komast þangað að sinni, ef nokkurra skipa sé annars
að vænta frá ríkjum konungs á þessu ári. Til þessa dags
hafi ekki eitt einasta skip sézt við landið, hvað þá að nokk-
urt skip hafi komið inn á neina höfn. Stiftamtmaður, sem
hafði þá enn ekki frétt um árásina á höfuðborgina, en var
að sjálfsögðu kunnugt um, að styrjöld hafði brotizt út að
nýju í Evrópu, óttast, að vikingar hafi hindrað komu skip-
anna fremur en mótvindur, enda þótt vindstaðarx hafi oftast
verið norðvestlæg. Ef engin skip kæmu á árinu 1801, telur
hann, að atvinnuvegirnir til sjós og lands myndu stöðvast og
fjöldi fólks deyja úr hungri þegar það ár, en landauðn verða,
ef það henti fleiri ár. Biður hann þess vegna rentukammerið
að skýra konungi frá þeim afar mikla skorti, sem landsmenn
eigi nú við að búa, svo að þær öryggisráðstafanir verði gerð-
ar, sem nauðsynlegar kynnu að teljast.
Skipin komu ekki til landsins fyrr en seinast í júlí og í
ágúst, og vörur þær, sem þau höfðu meðferðis, voru bæði
með minna móti og dýrar sökum styrjaldarinnar. Áttu nauð-
synjavörur raunar eftir að hækka enn meira í verði næstu
árin. Kom þetta sér mjög illa, þar eð þörfin fyrir innfluttar