Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 57
Skímir
Bandurisk skólamál
55
nokkuð hin svo nefndu language laboratories, en það em
vinnusalir málastúdenta, búnir hvers konar tæknilegum nýj-
ungum, sem að gagni geta komið við málanám. Þarna sátu
stúdentar með heyrnartól á höfði og námshók fyrir framan
sig og hlýddu á texta þann, sem þeim hafði verið gert að
læra, lesinn með réttum framburði. f þessum vinnustofum
geta stúdentarnir einnig fengið framburð sinn upp tekinn á
band, hlýtt síðan á sinn eigin lestur og lært þannig af mis-
tökum sínum. I einni af þessum málastofnunum var ég beð-
inn að lesa íslenzka texta á band, og yfirleitt mun því svo
háttað, að fengnir eru menn, sem eiga hlutaðeigandi tungu
að móðurmáli, til þess að lesa kennslutextana. Bandaríkja-
menn tengja miklar vonir við þessar nýju stofnanir og telja
það marka tímamót í málakennslu og málanámi. Af þessu
getum við áreiðanlega mikið lært, því að þessi tækni í mála-
kennslu tíðkast mjög lítið hér, þó að skylt sé að geta þess,
að vísi að slíkri vinnustofu eigum við í enskustofnun Há-
skólans hér.
Prófessorar, sem ég ræddi við um kennsluaðferðir, sögðu
mér, að fyrirlestraaðferðin væri nú miklu minna tíðkuð vestra
en áður var. Þar í landi geðjast mönnum betur að samtals-
aðferðinni, sem er fólgin í því, að kennarinn tekur fyrst til
meðferðar tiltekið viðfangsefni, skýtur síðan fyrirspurnum
til nemenda cða svarar fyrirspurnum frá þeim. Var þess
stundum óskað, að ég sæti fyrir svörum í slíkum kennslu-
stundum, og féll mér þessi aðferð vel og þótti gott að fá tæki-
færi til að kynnast henni af eigin raun. Með þessari aðferð
verða kennslustundirnar skemmtilegri, og hún stuðlar að
nánari kynnum stúdenta og prófessora, en það virtist mér
einkenna bandarískt háskólalíf, hve náin þessi kynni voru.
En þótt ég sæi mikla kosti þessarar kennsluaðferðar, mundi
ég engan veginn mæla með því, að fyrirlestraaðferðin yrði
niður lögð. Ég mundi óttast, að þráðurinn — yfirlitið —
mundi glatast.
Eitt átti ég bágt með að sætta mig við í bandarísku há-
skólalífi, en það var klæðaburður nemenda. Það skal viður-
kennt, að eðlilegt er, að menn gangi létt klæddir í miklum